Lewis Henry Morgan (21. nóvember 1818 – 17 desember 1881) var bandarískur brautryðjandi í mannfræði og félagsvísindum. Hann vann sem lögfræðingur í tengslum við járnbrautir. Hann er þekktastur fyrir verk sín um ættflokka og félagsskipan, kenningar sínar um breytiþróun og þroskasögu samfélaga og fyrir vettvangsathugaðir á Iroquois frumbyggjum. Hann hafði sérstakan áhuga á hvað héldi samfélögum saman og setti fram hugmynd að fyrstu samfélögin hefðu verið mæðraveldi, ekki feðraveldi. Lewis hafði áhuga á hvað ylli þjóðfélagsbreytingum og hann var samtímamaður Karl Marx og Friedrich Engels og hugmyndir hans um hvernig tækni hefði áhrif á samfélagsskipan og kvennamenningu höfðu áhrif á þá. Morgan hafði áhrif á marga ólíka kennimenn sinnar samtíðar svo sem Marx, Charles Darwin og Sigmund Freud.