Jón Stefánsson (listmálari)

Jón Stefánsson (18811962) var íslenskur listmálari. Þekktur fyrir landslagsmyndir, portrettmyndir og uppstillingar.

Ævi og menntun

breyta

Jón Stefánsson ólst upp á Sauðárkróki. Það hvarflaði aldrei að Jóni að verða listmálari, þótt hann hefði mikið gaman af því að teikna og stundaði það mikið á unglingsárum sínum. Sagði það bara vera eins og hvert annað föndur. Árið 1900 hélt hann til Kaupmannahafnar til þess að læra mannvirkjafræði. Hann langaði að teikna brýr, móta bryggjur og fleira. Einnig öðlaðist hann aukna teiknifærni með tilsögn. Það væri gott að vera góður í að teikna í svoleiðis starfi, að sögn móður hans. Svo gerði hann, ásamt því að sækja mikið söfn í Kaupmannahöfn. Þannig kynntist hann listum og fékk mikinn áhuga á þeim þeim. Þá ákvað hann loks að segja það gott í mannvirkjafræðinni og sækja nám í listaskóla, fyrst í Kaupmannahöfn og síðar í París við skóla Henri Matisse.

Ferill

breyta

Jón var ekki hrifinn af því að velta sér mikið upp úr smáatriðum og gera nákvæmar eftirmyndir af raunveruleikanum. Hann vildi sýna fram á það hvernig landslagið hafði áhrif á hann sjálfan og dró aðeins fram aðalatriðin, það sem honum þótti skipta mestu máli. Jón var þó mjög vandvirkur og smámunasamur og lét aldrei af sér verk nema að hann væri fullkomlega ánægður með árangurinn og má rekja til þess hvers vegna fyrstu myndirnar hans eru ekki fáanlegar. Hann eyðilagði þær allar og sagðist geta gert miklu betur.

Jón bjó mikið erlendis en var samt sem áður mikið hrifinn af landinu sínu og sótti mikinn innblástur í íslenska náttúru. Birtan var honum sérstaklega hjartfólgin.

„Á sumrin er bjartara á Íslandi en nokkurs staðar annars staðar,“ sagði hann, „og þegar maður kemur heim á vorin liggur við að maður fái ofbirtu í augun. En það er einmitt þessi mikla birta sem gerir landið svo dýrlegt“.

Gerð hefur verið bók, Málverkabók Jóns Stefánssonar og sýnir hún 32 helstu málverka hans.

Helstu sýningar

breyta

Heimildir

breyta