Efsta deild karla í knattspyrnu 1915
Árið 1915 var Íslandsmótið í knattspyrnu haldið í fjórða skipti. Fram vann sinn þriðja titil. Þrjú lið tóku þátt; KR, Fram og Valur. Valur tók þátt í fyrsta sinn þetta ár, en Valsmenn kepptu þó sem gestir, þar sem félagið hafði enn ekki gengið í ÍBR. Leikir liðsins hefðu því aldrei komið til með að ráða úrslitum. Leikið var frá sjötta til þrettánda júní.
Framarar og KR-ingar unnu sigra á reynslulitlum Valsmönnum í fyrstu tveimur leikjum mótsins og mættust því næst í hreinum úrslitaleik. Þar höfðu Framarar betur í æsispennandi viðureign, 5:4.
KR-ingurinn Ludvik Einarsson skoraði fjögur mörk í einum og sama leiknum gegn Val og varð markakóngur í mótinu með sex mörk alls.
Sæti | Félag | L | U | J | T | Sk | Fe | Mm | Stig | |
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
1 | Fram | 2 | 2 | 0 | 0 | 7 | 4 | +3 | 4 | |
2 | KR | 2 | 1 | 0 | 1 | 9 | 6 | +3 | 2 | |
3 | Valur | 2 | 0 | 0 | 2 | 1 | 7 | -6 | 0 |
Útskýringar: L = Leikir spilaðir, U = Leikir sigraðir, J = Leikir sem lauk með jafntefli, T = Tapaðir leikir, Sk = Mörk skorðuð, Fe = Mörk fengin á sig, Mm = Markamunur
Töfluyfirlit
breytaAllir leikirnir voru spilaðir á Íþróttavellinum á Melunum
Úrslit (▼Heim., ►Úti) | |||
Fram | 5-4 | 2-0 | |
KR | 5-1 | ||
Valur |
Leikmenn
breytaMarkahæstu menn
breyta# | Þjó | Leikmaður | Félag | Mörk | Leikir | |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | Ludvig A. Einarsson | KR | 6 | 2 | ||
2 | Gunnar Halldórsson | Fram | 3 | 2 | ||
3 | Ólafur Magnússon | Fram | 2 | 2 |
17 mörk voru skoruð og gerir það 5,66 mörk í leik að meðaltali.
Í meistaraliði Fram voru:
- Haukur Thors (M), Herluf Clausen, Arreboe Clausen, Guðmundur Hersir, Ólafur Magnússon, Knútur Kristinsson, Geir H. Zoëga, Pétur Hoffmann Magnússon, Magnús Björnsson, Tryggvi Magnússon, Gunnar Halldórsson, Gunnar Thorsteinsson og Pétur Sigurðsson.
Sigurvegari úrvalsdeildar 1915 |
---|
Fram 3. Titill |
Fyrir: Úrvalsdeild 1914 |
Úrvalsdeild | Eftir: Úrvalsdeild 1916 |
Tilvísanir og heimildir
breyta- Sigmundur Ó. Steinarsson (2011). 100 ára saga Íslandsmótsins í knattspyrnu (fyrra bindi). KSÍ.