Wrocław (['vrɔʦwaf], hljóðskrá (uppl.); þýska Breslau; tékkneska Vratislav; latína Vratislavia) er fjórða stærsta borg Póllands og höfuðborg Neðri-Slesíu, íbúar voru 633.105 árið 2014. Flatarmál borgarinnar er 293 ferkílómetrar. Hún liggur við ána Odru.