Lvív

(Endurbeint frá Lviv)

Lvív (úkraínska: Львів, Ľviv, pólska: Lwów, þýska: Lemberg, rússneska: Львов, Ľvov, latína: Leopolis) er borg í vesturhluta Úkraínu. Hún er sjöunda stærsta borg landsins með um 718.000 íbúa (2021). Lvív er stærsta borg vestur Úkraínu. Borgin var höfuðborg konungsríkisins Galisía-Volhynía sem varð til við hrun Garðaríkis á miðöldum. Síðar var hún höfuðborg Rúþeníu innan Pólsk-litháíska samveldisins. Eftir uppskiptingu fengu Habsborgarar landið í sinn hlut og gerðu Lvív, sem nú hét Lemberg, að höfuðborg Konungsríkisins Galisíu af Austurríska-Ungverska keisaradæminu frá 1772-1918. Á millistríðsárunum tilheyrði borgin Öðru pólska lýðveldinu en eftir stríð varð hún hluti af Sovétríkjunum innan Sovétlýðveldisins Úkraínu.

Lvív
Coat of arms of Lviv.svg
Lvív is located in Úkraína
Lvív
Land Úkraína
Íbúafjöldi 718.000 (2021)
Flatarmál 192,01 km²
Póstnúmer 79000
Markaðstorgið í Lviv.

Árið 2022 fór þar í gegn fjöldi flóttamanna, aðallega á leið til Póllands, vegna innrásar Rússa í Úkraínu. Rússar gerðu loftárásir á borgina og nágrenni hennar.

Borgin er sögulega höfuðstaður héraðsins Galisíu. Hún slapp að mestu við eyðileggingu í Síðari heimsstyrjöld. Miðborgin er á heimsminjaskrá UNESCO. Í borginni eru Háskólinn í Lviv (stofnaður 1661), Tækniskólinn í Lviv og Óperu- og balletthúsið í Lviv.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.