Lehman Brothers
bandarískur gjaldþrota fjárfestingabanki
Lehman Brothers var bandarískur fjárfestingabanki sem varð gjaldþrota 15. september 2008. Þetta var stærsta gjaldþrot í sögu Bandaríkjanna en útistandandi skuld fyrirtækisins nam 613 milljörðum Bandaríkjadölum.[1] Stuttu áður var Lehman Brothers talinn fjórði stærsti fjárfestingarbankinn í Bandaríkjunum á eftir Goldman Sachs, Morgan Stanley og Merrill Lynch.
Lehman Brothers Inc. | |
Rekstrarform | Alþjóðlegt fjármálaþjónustufyrirtæki |
---|---|
Stofnað | 1850 |
Stofnandi | Henry, Emanuel og Meyer Lehman |
Örlög | Varð gjaldþrota þann 15. September 2008 |
Staðsetning | New York City, New York, BNA |
Lykilpersónur | Robert Lehman Pete Peterson Richard Fuld |
Starfsemi | Fjárfestingaþjónsta Fjárfestingabankastarfsemi Fjárfestingastjórnun |
Starfsfólk | 27,200 (2008) |
Vefsíða | www.lehman.com/ |
Fall Lehman Brothers setti af stað atburðarás sem leiddi til bankahruns á Íslandi. Stjórnendur íslenska bankans Glitnis sáu sig nauðbeygða til þess að falast eftir neyðarláni hjá Seðlabanka Íslands, sem ákvað að láta Glitni fara í þrot, tveimur vikum eftir fall Lehman Brothers.