Harriet Tubman
Harriet Tubman (mars 1822 – 10. mars 1913) einnig þekkt sem „Móses“ var bandarísk blökkukona sem barðist fyrir afnámi þrælahalds. Hún var sjálf strokuþræll. Hún aðstoðaði við flótta margra þræla frá heimaslóðum hennar í Maryland um neðanjarðarlestarkerfið (The Underground Railroad). Í bandaríska borgarastríðinu starfaði hún sem njósnari fyrir Norðurríkin.