1935
ár
(Endurbeint frá Nóvember 1935)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1935 (MCMXXXV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- 1. febrúar - Áfengisbann var afnumið. Sala á bjór var þó ekki leyfð.
- Apríl - Fyrsta Fossavatnsgangan fór fram við Ísafjörð, skíðakeppni.
- 1. júní - Raftækjaeinkasala ríkisins var stofnuð.
- 19. október - Laugarnesskóli tók til starfa.
- Vaka, stúdentahreyfing var stofnuð.
- Ísbjörninn, íslenskt fiskvinnslufyrirtæki, hóf starfsemi.
- Björgunarsveitin Ægir var stofnuð í Garði.
- Ársritið Rauðir pennar kom út.
- Reynir Sandgerði og Ungmennafélag Grindavíkur voru stofnuð.
Fædd
- 18. júní - Kristbjörg Kjeld, leikari.
- 7. september - Guðrún Helgadóttir, rithöfundur og fyrrverandi forseti Alþingis (d. 2022).
- 31. október - Hjörleifur Guttormsson, fyrrum alþingismaður og náttúrufræðingur.
- 28. desember - Ellý Vilhjálms, söngkona (d. 1995).
Dáin
- 20. mars - Jón Þorláksson, stjórnmálamaður (f. 1877)
Erlendis
breyta- 6. janúar - Suður-Ameríkukeppni karla í knattspyrnu fór fram.
- 12. janúar - Amelia Earhart varð fyrst til að fljúga ein frá Havaí til Kaliforníu.
- 24. janúar - Fyrsti dósabjórinn var seldur í Virginíu.
- 6. febrúar - Fyrsta Mónópólí-borðspilið var selt. (Kynnt síðar sem Matador á Íslandi í gegnum Danmörku)
- 16. mars - Adolf Hitler lýsti yfir endurvopnun Þýskalands í trássi við Versalasamninginn.
- 11. apríl - Thorvald Stauning varð forsætisráðherra Danmerkur.
- 14. maí - Gamla Litlabeltisbrúin var opnuð í Danmörku.
- 31. maí - Jarðskjálfti nálægt Quetta í Pakistan: 40.000 létust.
- 10. júní -AA-samtökin voru stofnuð.
- 12. júní - Chaco-stríðið endaði milli Bólivíu og Paragvæ.
- 15. september - Gyðingar í Þýskalandi misstu þýskan ríkisborgararétt.
- 2. október - Annað stríð Ítalíu og Eþíópíu; Ítalir réðust inn í landið.
- 14. nóvember - Stanley Baldwin varð aftur forsætisráðherra Bretlands.
- Þjóðarflokkurinn í Svíþjóð var aflagður.
Fædd
- 31. janúar - Kenzaburo Oe japanskur rithöfundur og Nóbelsverðlaunahafi. (d. 2023)
- 12. október - Luciano Pavarotti, ítalskur tenór (d. 2007)
- 21. desember - Jidéhem, belgískur myndasöguhöfundur (d. 2017)
Dáin
- 30. nóvember - Fernando Pessoa, portúgalskt ljóðskáld (f. 1888).
- Eðlisfræði - James Chadwick
- Efnafræði - Frédéric Joliot, Irene Joliot-Curie
- Læknisfræði - Hans Spemann
- Bókmenntir - Voru ekki veitt þetta árið
- Friðarverðlaun - Carl von Ossietzky