Ísbjörninn
Ísbjörninn var íslenskt fiskvinnslufyrirtæki sem stofnað var árið 1935. Það sameinaðist Bæjarútgerðar Reykjavíkur í fyrirtækið Granda hf. árið 1985.
Athafnamaðurinn Ingvar Vilhjálmsson hóf sjómennsku á opnum bátum frá Þorlákshöfn árið 1916. Í febrúar 1935 stofnaði hann fiskvinnslufyrirtækið Ísbjörninn í Reykjavík fyrsta aðsetur fyrirtækisins var í svokallaðri Draupnisstöð í grennd við gömlu sundlaugarnar. Í fyrstu einbeitti fyrirtækið sér að saltfisksvinnslu.
Ári síðar fluttist starfsemin í stórhýsið Haga í vesturbæ Reykjavíkur, en þar höfðu ýmsir aðilar rekið fiskverkun með misjöfnum árangri. Í Haga jukust umsvifin og fyrirtækið sinnti bæði saltfisksvinnslu og skreiðargerð. Ísbjörnin keypti bæði fisk af útgerðarmönnum og hélt úti sínum eigin bátum. Meðal annars var fyrirtækið lengi umsvifamikið í síldarsöltun víða um land.
1942 flutti Ísbjörninn sig um set, út á Seltjarnarnes, í saltfisksstöð sem Ólafur Guðmundsson hafði rekið þar. Tveimur árum síðar kom Ingvar þar upp hraðfrystihúsi og var það eitt fyrstu húsa sinnar tegundar hér á landi.
Þann 4. janúar flutti Ísbjörninn í glænýtt frystihús sitt í Örfirisey. Húsið var talið það fullkomnasta á Íslandi og þótt víðar væri leitað. Arkitektar þess voru Garðar Halldórsson og Ingimundur Sveinsson. Eftir sameiningu við Bæjarútgerð Reykjavíkur árið 1985 varð það aðalbækistöð hins nýja fyrirtækis.
Ísbjörninn í dægurmenningu
breytaTónlistarmaðurinn Bubbi Morthens gerði Ísbjörninn ódauðlegan í titillagi fyrstu sólóplötu sinnar, Ísbjarnarblús. Þar dregur hann upp heldur ófagra mynd af vinnuaðstæðum og segist aldrei aftur ætla að „vinna í Ísbirninum“.