Þórunn Elfa Magnúsdóttir

Þórunn Elfa Magnúsdóttir (f. 20. júlí 191026. febrúar 1995) var íslenskur rithöfundur. Hún gaf út á þriðja tug bóka á ævi sinni en fyrsta bók hennar, Dætur Reykjavíkur I, kom út árið 1933. Dætur Reykjavíkur II og III komu út á árunum 1934 og 1938 og eru þessar sögur jafnan taldar með fyrstu Reykjavíkursögunum. Skáldsaga hennar Líf annarra (1938) var endurútgefin af bókaútgáfunni Sæmundi árið 2016.

ÆviBreyta

Þórunn Elfa fæddist í Reykjavík en ólst upp í Klifshaga í Axarfirði í Norður-Þingeyjarsýslu. Hún stundaði nám í bókmenntum og tungumálum í Drammen og Osló og fékk auk þess styrk til háskólanáms í Uppsölum í Svíþjóð 1946-1947. Þórunn Elfa var í nefndum í Kvenréttindafélagi Íslands og fulltrúi Rithöfundasambands Íslands í Bandalagi íslenskra listamanna. Hún hlaut verðlaun í verðlaunasamkeppni Ríkisútvarpsins fyrir minningaþátt árið 1962 og verðlaun úr Rithöfundasjóði Ríkisútvarpsins árið 1973.

Þórunn giftist Jóni Þórðarsyni 25. október 1941, þau skildu árið 1966. Börn þeirra eru Einar Mar Jónsson, sagnfræðingur og rithöfundur í París, Magnús Þór Jónsson (Megas) tónlistarmaður og Anna Margrét Jónsdóttir.[1]

VerkBreyta

 • Dætur Reykjavíkur I-III (1933, 1934 og 1938)
 • Að Sólbakka (1937)
 • Líf annarra (1938)
 • Draumur um Ljósaland I-II (1941 og 1943)
 • Evudætur, átta sögur (1944)
 • Lilli í sumarleyfi (1946)
 • Snorrabraut 7 (1947)
 • Í biðsal hjónabandsins (1949)
 • Ljósaskipti, leikrit (1950)
 • Dísa Mjöll (1953)
 • Sambýlisfólk (1954)
 • Sverðið, leikgerð eftir sögunni Dísu Mjöll (1954)
 • Eldliljan (1957)
 • Fossinn (1957)
 • Litla stúlkan á snjólandinu (1957)
 • Frostnótt í maí (1958)
 • Anna Rós (1963)
 • Í skugga valsins (1964)
 • Miðnætursónatan (1966)
 • Maríba Brenner, framhaldsleikrit (1967)
 • Kóngur vill sigla (1968)
 • Elfarniður, ljóð (1976)
 • Frá Skólavörðustíg að Skógum í Axarfirði, endurminningar (1977)
 • Vorið hlær (1979)
 • Hver var frú Bergsson? sögur (1981)
 • Á leikvelli lífsins (1985)

TilvísanirBreyta

 1. „Afmæli: Þórunn Elfa Magnúsdóttir“ . Dagblaðið Vísir. 20. júlí 1990. bls. 34.
   Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.