Egill Skalla-Grímsson

Íslenskur höfðingi, skáld og bóndi á víkingaöld
(Endurbeint frá Egill Skallagrímsson)

Egill Skalla-Grímsson (eða Skallagrímsson, ~910 – ~990) var höfðingi á Íslandi á víkingaöld. Um hann er fjallað í Egils sögu. Kona hans var Ásgerður Björnsdóttir en hún var áður gift Þórólfi, bróður Egils sem lést í orrustu milli Englendinga og Skota þar sem þeir bræður voru í liði Aðalsteins Englandskonungs.

Egill
„Egill Skallagrímsson“ getur einnig átt við Ölgerðina Egil Skallagrímsson.

Ævi breyta

Egill Skalla-Grímsson fæddist líklega árið 910 á Borg á Mýrum. Hann tilheyrir fyrstu kynslóð Íslendinga. Egill var sonur hjónanna Gríms Úlfssonar, sem kallaður var Skallagrímur, og Beru Yngvarsdóttur en þau settust að á Íslandi ásamt öðru flóttafólki frá Noregi við upphaf landnáms.

Egill var frá unga aldri mikill hermaður. Hann stundaði hernað og barðist víða um lönd, bæði sem víkingur og sem málaliði í þjónustu konunga. Sagan segir að hann hafi framið sitt fyrsta víg sjö ára gamall, þegar hann vó Grím Heggsson á Hvítárvöllum. Í kjölfar þess og deilna sem upphófust í framhaldi af víginu sagði Bera, móðir Egils, hann vera víkingsefni og að það lægi fyrir að honum yrði fengið skip þegar hann hefði aldur til. Þá kvað Egill:

Þat mælti mín móðir,
at mér skyldi kaupa
fley ok fagrar árar,
fara á brott með víkingum,
standa upp í stafni,
stýra dýrum knerri,
halda svá til hafnar
höggva mann ok annan.

Egill Skalla-Grímsson leið alla ævi fyrir verk föður síns og afa og einkenndist líf hans af átökum við norska konungsvaldið sem meinaði honum að ná rétti sínum en Egill gerði tilkall til eigna í Noregi er hann taldi sig eiga erfðatilkall til vegna konu sinnar Ásgerðar Björnsdóttur en foreldrar hennar voru stóreignafólk úr Firðafylki og af góðum ættum.

Egill var gott skáld og eru kvæði hans í hávegum höfð enn þann dag í dag. Sitt fyrsta kvæði orti Egill þriggja ára gamall samkvæmt sögunni.

Í hinstu orðum Egils[1] í Egils sögu minnist hann á laug er hann mælir: „Vil ek fara til laugar.“

Svo fór hann og fól silfurkistur Aðalsteins konungs. Bein hans voru grafin upp og flutt í Mosfellskirkjugarð: „Þau voru miklu meiri en annarra manna bein. Hausinn var undarlega mikill og þungur, allur báróttur utan."

Egill dó um áttrætt á Mosfelli í Mosfellssveit, hjá stjúpdóttur sinni Þórdísi Þórólfsdóttur, sem einnig var bróðurdóttir hans, og manni hennar Grími Svertingssyni lögsögumanni. Hann var grafinn þar sem nú er bærinn Hrísbrú. Hundrað árum seinna voru bein hans flutt, enda var það skylda þegar ný kirkja var reist í sveitinni, í nýjan kirkjugarð sem nú er á Mosfelli.

Egils saga er helsta heimildin um ævi og störf Egils. Talið er að Snorri Sturluson hafi skrifað hana.

Börn breyta

Börn Egils með Ásgerði Björnsdóttur voru:

Heimildir breyta

  1. Læknablaðið- Heitar laugar á Íslandi til forna
2. Læknablaðið - Heitar laugar á Íslandi til forna. Kv Jakub Musial

Tenglar breyta