Skugga-Sveinn
Skugga-Sveinn (en hét upphaflega Útilegumennirnir) er leikrit eftir Matthías Jochumsson. Skugga-Sveinn var samið í jólaleyfinu 1861, en Matthías var þá í 5. bekk Latínuskólans og fluttu skólapiltar leikritið í febrúar 1862.
Skugga-Sveinn var fyrsta leikrit Matthíasar. Hann sagði um tilorðningu þess:
- Ég bjó til eða sullaði eða skrúfaði saman leikrit í jólafríinu. Það heitir Útilegumennirnir og er í 4 þáttum með ljóðmælarusli, hér og þar. Mér leiddist þessi danska „kommidia“ sem griðkonur hérna segja, og tók mig því til, og þó þetta rit mitt í raun og veru sé ómerkilegt, gjörði það þó hvínandi lukku; ég var æptur fram á scenuna, og klappaði pöbullinn yfir mér, svo ég varð áttavilltur. [1]
Tilvísanir
breytaTenglar
breyta- Útilegumennirnir leikur í 5 þáttum frá 1864
- Uppgerðarlaus og óloginn frumkraftur; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1984
- Skugga-Sveinn á leiksviði Akureyringa; grein í Morgunblaðinu 1954
- Skugga-Sveinn (útg. 1898) á Bækur.is
Þessi Íslandsgrein sem tengist bókmenntum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.