Skorradalur er syðstur af Borgarfjarðardölum og liggur milli Skarðsheiðar, Dragafells og Botnsheiðar að sunnan og Skorradalsháls að norðan. Norðan við hálsinn er Lundarreykjadalur, sem tilheyrir Borgarfjarðarsveit, og fylgja mörkin milli sveitarfélaganna vatnaskilum á hálsinum. Dalurinn er um 25 km á lengd en Skorradalsvatn þekur mestallan dalbotninn; það er rúmlega 16 km langt og 14,7 ferkílómetrar. Í því er silungsveiði. Andakílsá rennur úr vatninu.

Úr Skorradal.

Byggðin í dalnum var aðallega norðan vatnsins og svo austan og vestan við það, þótt fáeinir bæir væru líka sunnan við vatnið. Nú eru margir bæjanna komnir í eyði en þess í stað er töluvert mikil sumarbústaðabyggð í dalnum og gert ráð fyrir aukningu hennar. Í dalnum hefur verið stunduð skógrækt frá því um miðja 20. öld og eru hlíðar hans víða skógi vaxnar. Stálpastaðaskógur er mikill skógur við suðurhluta vatnsins.

Skorradalur er sjálfstætt sveitarfélag, Skorradalshreppur. Þar var 75 íbúi 1. janúar 2023.

Jarðir í Skorradal breyta

í byggð breyta

í eyði breyta