Á bleikum náttkjólum

Á bleikum náttkjólum er hljómplata sem Megas gaf út árið 1977 í samstarfi við Spilverk Þjóðanna.

Megas og Spilverk þjóðanna

Það var Jóhann Páll Valdimarsson bókaútgefandi sem fékk Megas til að ganga í eina sæng með Spilverki Þjóðanna og skapa Á bleikum náttkjólum. Egill Ólafsson fékk kjallara á Bergstaðastrætinu lánaðan hjá tengdaföður sínum til æfinga og þar vörðu hljómlistarmennirnir sumrinu í að stilla saman strengi. Upptökur fóru fram í Hljóðrita í Hafnarfirði og hófust þær yfirleitt seinni part kvölds. Þegar spurðist út hvað væri í gangi, vakti það furðu margra að þessir listamenn störfuðu saman því þeir þóttu nokkuð ólíkir. Ýmsir sem þekktu til birtust í stúdíóinu til að sannreyna orðróminn og gefa góð ráð. Auk Spilverksins komu nokkrir aðrir tónlistarmenn að gerð plötunnar svo sem Karl Sighvatsson.

Útlit plötunnar sá Kristján Kristjánsson um. Á framhlið plötunnar er þrívíddar collage þar sem stuðst er að nokkru við texta plötunnar í táknmyndum en einnig spilar tíðarandinn inn í myndverkið.

Þegar platan kom út var gerð sjónvarpsauglýsing sem tekin var upp í Iðnó en hún var stöðvuð eftir tvær birtingar vegna ósæmilegs innihalds. Einnig kom platan út á snældu og fylgdi þar aukalag sem ekki var á plötunni.

Lagalisti breyta

  1. Heilnæm eftirdæmi
  2. Saga úr sveitinni
  3. Heimspekilegar vangaveltur um þjóðfélagsstöðu
  4. Gamli skrjóðurinn
  5. Útumholtoghólablús
  6. Fátækleg kveðjuorð (til-)
  7. Paradísarfuglinn
  8. Af Síra Sæma
  9. Jón Sívertsen og sjálfstæðisbarningur ísfirskra
  10. Orfeus og Evridís
  11. Við sem heima sitjum #45
  12. Vögguljóð á tólftu hæð

Á sérútgáfu plötunar bættust eftirfarandi lög við:

  1. Hugboð um borgarastyrjöld
  2. Um raungildisendurmat umframstaðreynda
  3. Gamli skrjóðurinn (orgelsversion)
  4. Um raungildisendurmat umframstaðreynda (demó)
  5. Brúðarnótt
  6. Þórdísarstofa
  7. Til heiðurs hitaveitunni
  8. Tarzan
  9. Huggun
  10. Heyri ég hljóm
 
Megas og Spilverk þjóðanna - Sjónvarpsauglýsing