1624
ár
(Endurbeint frá MDCXXIV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1624 (MDCXXIV í rómverskum tölum) var 24. ár 17. aldar og hlaupár sem hófst á mánudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu en fimmtudegi samkvæmt júlíska tímatalinu sem er tíu dögum á eftir.
Atburðir
breyta- Apríl - Richelieu kardínáli var gerður að æðstaráði í ríkisstjórn Loðvíks 13.
- 8. maí - Hollenskur floti undir stjórn Piet Heyn rændi bæinn Salvador þar sem nú er Brasilía.
- 8. júní - Jarðskjálfti skók Perú.
- 17. ágúst - Osló brann til kaldra kola. Eftir brunann var borgin flutt um set og nefnd Kristjanía í höfuðið á Kristjáni 4. konungi. Hún hélt því nafni allt fram að þriðja áratug tuttugustu aldar, en þá fékk hún aftur nafnið Osló.
- 16. nóvember - Dómkirkjan á Hólum brotnaði í ofviðri.
- 24. desember - Póstþjónusta var stofnuð í Danmörku af Kristjáni 4. Hún var fyrst til húsa í Dönsku kauphöllinni.
Ódagsettir atburðir
breyta- Bærinn Kongsberg í Noregi var stofnaður af Kristjáni 4. eftir að þar höfðu fundist silfurnámur.
- Gústaf 2. Adolf fékk tilboð um þátttöku í hernaðarbandalagi gegn Habsborgurum í Evrópu en þar sem hann gerði kröfu um að leiða bandalagið varð ekkert af þátttöku Svía í það skipti.
- Þrjátíu fjölskyldur frá Vallóníu settust að í nýlendunni Nýja Hollandi þar sem New York-borg stendur nú.
- Hollendingar settu upp verslunarstað á Tævan.
- Morðbréfamálið: Guðbrandur Þorláksson gerði síðustu tilraun til að stefna Jóni og Markúsi Ólafssonum um jarðirnar Hól og Bessastaði í Skagafirði en Jón Sigurðsson ónýtti sókn hans á Alþingi.
Fædd
breyta- 7. janúar - Guarino Guarini, ítalskur arkitekt (d. 1683).
- 9. janúar - Meishō keisaradrottning Japans (d. 1696).
- 30. október - Paul Pellisson, franskur rithöfundur (d. 1693).
Ódagsett
breyta- George Fox, enskur stofnandi kvekarahreyfingarinnar (d. 1691).
Dáin
breyta- 5. desember - Gaspard Bauhin, svissneskur grasafræðingur (f. 1560).
- 26. desember - Simon Marius, þýskur stjörnufræðingur (f. 1573).
- Sesselja Jónsdóttir dæmd til dauða á Alþingi, 29 ára, fyrir blóðskömm. Ekki er ljóst í annálum hvort eða hvenær dómnum var framfylgt.
- Hildibrandur Ormsson frá Höfða, Dýrafirði, dæmdur til dauða á Alþingi, 44 ára, fyrir blóðskömm í sama máli. Hann var tekinn af lífi þar á þinginu.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Upplýsingar um aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, þá ekki síst skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.