1605
ár
(Endurbeint frá MDCV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1605 (MDCV í rómverskum tölum) var ár sem hófst á sunnudegi samkvæmt gregoríska tímatalinu, eða þriðjudegi samkvæmt júlíska tímatalinu.
Atburðir
breyta- 16. janúar - Fyrsta bindi Don Kíkóta eftir Miguel de Cervantes kom út í Madrid á Spáni.
- 1. apríl - Alessandro Ottaviano de'Medici varð Leó 11. páfi.
- 13. apríl - Fjodor 2. varð Rússakeisari við lát Boris Godúnov.
- 16. maí - Camillo Borghese varð Páll 5. páfi.
- 1. júní - Fjodor 2. og móðir hans voru tekin höndum af hermönnum í Moskvu og tekin af lífi skömmu síðar.
- 3. júní - Hogenskild Bielke var hálshöggvinn fyrir þátttöku í samsæri gegn Karli 9. í Svíþjóð.
- 20. júní - Falsdimítríj hélt inn í Moskvu ásamt stuðningsmönnum sínum.
- 30. júní - Falsdimítríj var krýndur keisari Rússlands sem Dimítríj 1.
- 17. september - Sænski herinn beið ósigur fyrir Pólsk-litháíska samveldinu í orrustunni við Kircholm.
- 27. október - Spænskt herlið undir stjórn Ambrosio Spinola lagði Wachtendonk undir sig.
- 5. nóvember - Púðursamsærið í Bretlandi mistókst þegar Guy Fawkes var handtekinn í kjallara Westminsterhallar.
Ódagsettir atburðir
breyta- Fyrstu dönsku skipin komu til Grænlands frá því á 15. öld.
- Betlarar í Danmörku eru skikkaðir til betrunarvinnu í tugthúsinu á Kristjánshöfn í Kaupmannahöfn.
- Karl 9. stofnaði Uleåborg (Oulu) í Austurbotni í Finnlandi.
- Tokugawa Ieyasu sagði af sér embætti sjóguns í Japan. Sonur hans, Tokugawa Hidetada, tók við af honum.
- Fyrsta fréttablaðið, Relation aller Fürnemmen und gedenckwürdigen Historien, var gefið út af Johann Carolus í Strassborg.
- Englendingar stofnuðu nýlendu á Barbados.
Fædd
breyta- 8. apríl - Filippus 4. konungur Spánar og Portúgals (d. 1665).
- 18. apríl - Giacomo Carissimi, ítalskt tónskáld (d. 1674).
- 14. september - Brynjólfur Sveinsson, síðar biskup í Skálholti (d. 1675).
- 19. október - Sir Thomas Browne, enskur vísindamaður og heimspekingur (d. 1682).
- Jean-Baptiste Tavernier, franskur kaupmaður (d. 1689).
Dáin
breyta- 19. febrúar - Orazio Vecchi, ítalskt tónskáld (f. 1550).
- 5. mars - Klemens 8. páfi
- 13. apríl - Boris Godúnov, Rússakeisari (f. um 1551).
- 27. apríl - Leó 11. páfi.
- 3. júní - Hogenskild Bielke, sænskur fríherra (f. 1538).
- 20. júní - Fjodor 2. Rússakeisari (f. 1589).
- 27. október - Akbar mikli, mógúlkeisari (f. 1542).
- 10. nóvember - Ulisse Aldrovandi, ítalskur náttúrufræðingur (f. 1522).
- 18. nóvember - Robert Catesby, leiðtogi Púðursamsærisins í Englandi (f. 1573).
- Þórður Egilsson hálshogginn á Alþingi, fyrir blóðskömm, sagður hafa fallið með mágkonu sinni.
- Tveir ónafngreindir karlmenn hengdir fyrir þjófnað, við Blöndu á Svarthamri í Austur-Húnafellssýslu.[1]
Tilvísanir
breyta- ↑ Upplýsingar um aftökur sóttar á vef rannsóknarverkefnisins Dysjar hinna dauðu, þá ekki síst skrá á slóðinni https://dhd.hi.is/gogn/Info.pdf, sótt 15.2.20202.