Kristjánshöfn eða Christianshavn er hverfi í innri bæ Kaupmannahafnar milli eyjanna Sjálands og Amager. Smábátar og skurðir eru áberandi þar. Íbúar eru rúmlega 10.000.

Christianshavn.

Hverfið var stofnað á 17. öld af Kristjáni 4. danakonungi og ætlað að styrkja varnir borgarinnar og sem sjálfstætt svæði kaupmanna. Innblástur var fenginn af síkjasvæði Amsterdam og var hollenskur verkfræðingur fenginn til að hanna svæðið. Landfyllingar voru gerðar á grunnu sendnu svæði. Í dag er stórt svæði virkisveggja Kristjánshafnar almenningsgarður.

Meðal þekktra kennileita er Frelsarakirkjan, óperuhúsið og fríríkið Kristjanía.

Heimild breyta