1734
ár
(Endurbeint frá MDCCXXXIV)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1734 (MDCCXXXIV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Janúar - Bátur í eigu Brynjólfs Þórðarsonar sýslumanns á Hlíðarenda, sem ætlaði frá Landeyjum til Vestmannaeyja, lenti í hrakningum og fórust sextán manns sem með því voru. Skipið rak í Þorlákshöfn á þriðja degi og voru tíu lík um borð.
- 21. mars - Suðurlandsskjálftinn 1734: Á góuþrælinn kom ógurlegur jarðskjálfti i Árnessýslu. Sjö eða átta menn fórust og fjöldi bæja hrundi.
- 24. desember - Séra Sigurður Árnason var svo drukkinn við jólamessu í Voðmúlastaðakirkju að hann valt ofurölvi frá altarinu á kórgólfið.
- Alexander Christian Smith varð lögmaður norðan og vestan.
- Skúli Magnússon varð sýslumaður í Skaftafellssýslu.
- Prentun Steinsbiblíu lauk.
- Líflátshegning fyrir þjófnað var afnumin.
- Hugmyndir um byggingu hegningarhúss á Íslandi voru fyrst ræddar á Alþingi.
- Tjöruhúsið á Ísafirði byggt.
Fædd
- 2. júlí - Halldór Jakobsson, sýslumaður.
- 13. júlí - Magnús Einarsson, prestur og skáld á Tjörn í Svarfaðardal (d. 1794).
- 11. ágúst - Margrét Finnsdóttir, biskupsfrú á Hólum, kona Jóns Teitssonar (d. 1796).
- 11. september - Egill Þórhallason, trúboðsprestur á Grænlandi (d. 1789).
- Jón Arnórsson eldri, sýslumaður á Snæfellsnesi.
Dáin
- Kornelíus Wulf, danskur embættismaður.
- Richard Cantillon, fransk-írskur hagfræðingur. (f. 1680).
Erlendis
breyta- 15. maí - Karl 3. Spánarkonungur varð konungur Napólí og Sikileyjar.
- 27. maí - Svissneskir og franskir hermenn bældu niður þrælauppreisn í Dönsku Vestur-Indíum.
- 6. júní - Robert Walpole, forsætisráðherra Bretlands hélt velli þrátt fyrir að hafa misst 85 sæti á þinginu eftir kosningar.
- 30. júní - Pólska erfðastríðið: Rússar tóku yfir borgina Danzig (Gdansk).
- 24. desember - Bruni í aðsetri spænsku konungsfjölskyldunnar eyðilagði meira en 500 listaverk.
- Drykkjarhorn úr gulli fannst við Gallehus á Suður-Jótlandi. Annað stærra horn hafði fundist þar árið 1639.
- Johann Sebastian Bach samdi Jólaóratóríuna.
- Georg-August-háskólinn í Göttingen var stofnaður.
Fædd
- 13. febrúar - Yves-Joseph de Kerguelen-Trémarec, franskur landkönnuður. (d. 1797)
- 23. maí - Franz Anton Mesmer, austurrískur læknir (d.1815).
- 2. nóvember - Daniel Boone, bandarískur veiðimaður og landkönnuður (d. 1820).
- 15. desember - George Romney, enskur málari (d. 1802).
Dáin
- 14. nóvember - Louise de Kérouaille, frönsk hjákona Karls 2. Bretakonungs (f. 1649).
- 28. desember - Rob Roy MacGregor, skosk þjóðhetja (f. 1671).