Suðurlandsskjálftinn 1734
Suðurlandsskjálftinn 1734 var jarðskjálfti sem reið yfir Suðurland þann 21. mars (á góuþræl). Þá kom ógurlegur jarðskjálfti i Árnessýslu. Hrundu þá að mestu 30 bæir, en 60–70 löskuðust. Jarðskjálfti þessi varð mestur í Flóa, Grímsnesi og ofarlega í Ölfusi, og hrundu kirkjur á þessum slóðum. Sjö eða átta menn, gamalmenni og börn urðu undir húsum og biðu bana. Einnig varð margt nautgripa undir húsarústum, en matvæli og búshlutir fóru forgörðum.