1856
ár
(Endurbeint frá MDCCCLVI)
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1856 (MDCCCLVI í rómverskum tölum)
Á Íslandi
breyta- Um vorið - Biskupssetrið flutt frá Laugarnesi til Reykjavíkur.
Fædd
- Jónas Jónasson frá Hrafnagili, prestur og kennari (d. 1918).
- 27. september - Bríet Bjarnhéðinsdóttir, ritstjóri og kvenréttindafrömuður (d. 1940).
- 16. október - Elín Briem, stofnandi Hússtjórnarskóla Reykjavíkur og höfndur Kvennafræðarans (d. 1937).
- Baldvin Lárus Baldvinson, vestur-íslenskur ritstjóri Heimskringlu og þingmaður (d. 1936).
Dáin
- Þórður Sveinbjörnsson, háyfirdómari, landfógeti og bæjarfógeti (f. 1786).
- 14. maí - Jón Snorrason, bæjarfulltrúi í Reykjavík (f. 1787).
Erlendis
breyta- 31. mars - Krímstríðinu lauk með friðarsamningum í París.
- 21. júlí - Christchurch var stofnuð sem borg á Nýja-Sjálandi.
- 8. október - Seinna ópíumstríðið, milli Kínaveldis og nokkurra vestrænna ríkja, hófst.
- 4. nóvember - Forsetakosningar í Bandaríkjunum. James Buchanan vann sigur á fyrrverandi forsetanum Millard Fillmore og varð 15. forseti Bandaríkjanna.
- Bein fundust í Neanderdal í Þýskalandi sem síðar kom í ljós að voru ekki bein nútímamanns, heldur af eldri og frumstæðari tegund, Neanderdalsmanninum.
- Gregor Mendel hóf tilraunir með kynblöndun á ertum í garði Drottningarklaustursins í Brno.
- Þýska dagblaðið Frankfurter Allgemeine Zeitung var stofnað.
- Borgirnar Dallas í Texas og Minneapolis í Minnesota voru stofnaðar.
Fædd
- 24. apríl - Henri Philippe Pétain, franskur herforingi og stjórnmálamaður (d. 1951).
- 6. maí - Sigmund Freud, austurrískur geðlæknir og taugafræðingur (d. 1939).
- 6. maí - Robert Edwin Peary, bandarískur landkönnuður (d. 1920).
- 15. maí - L. Frank Baum, bandarískur rithöfundur og leikari, höfundur Galdrakarlsins í Oz (d. 1919).
- 10. júlí - Nikola Tesla, serbnesk-bandarískur uppfinningamaður (d. 1920).
- 26. júlí - George Bernard Shaw, írskt leikritaskáld og nóbelsverðlaunahafi (d. 1950).
- 21. nóvember - J.C. Christensen, danskur forsætisráðherra (d. 1930).
- 22. desember - Frank B. Kellogg, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og handhafi friðarverðlauna Nóbels (d. 1937).
- 28. desember - Woodrow Wilson, Bandaríkjaforseti (d. 1924)
Dáin
- 17. febrúar - Heinrich Heine, þýskt ljóðskáld (f. 1797).
- 29. júlí - Robert Schumann, þýskt tónskáld (f. 1810).