Christchurch

borg á Suðurey á Nýja Sjálandi

Christchurch (maoríska: Ōtautahi) er stærsta borg Suðureyjar Nýja Sjálands og þriðja stærsta þéttbýlissvæði landsins. Íbúar eru yfir 390.000 talsins (2018).

Christchurch

Söguágrip

breyta

Borgin var byggð af félögum úr Canterbury Association sem sáu fyrir sér borg umhveris kirkju og skóla, svipað og Christ Church í Oxford þar sem nokkrir þeirra höfðu numið. Nafnið var ákveðið áður en þeir sigldu til landsins, eða 1848. Borgin var sú fyrsta á Nýja Sjálandi sem fékk konungsbréf árið 1856.

Christchurch varð fyrir nokkrum mjög stórum jarðskjálftum 2010 til 2012. Sá stærsti, sem átti sér stað 4. september 2010, var 7,1 á Richter og olli miklu eignatjóni. Hálfu ári seinna, 22. febrúar 2011, varð annar jarðskjálfti upp á 6,3 á Richter sem varð til þess að 185 manns létust í borginni og tjónið varð enn meira en í fyrri skjálftanum.

Í mars 2019 var gerð hryðjuverkaárás á mosku í borginni þar sem a.m.k. 49 létu lífið [1].

Tilvísanir

breyta
   Þessi Nýja-Sjálandsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.
  1. Christchurch shootings: 49 dead in New Zealand mosque attacks BBC, skoðað 15. mars, 2019.