Sumarólympíuleikarnir 1972

Sumarólympíuleikarnir 1972 voru haldnir í Munchen í Vestur-Þýskalandi frá 26. ágúst til 10. september.

Aðdragandi og skipulagning breyta

Ákvörðunin um keppnisstað var tekin vorið 1966 á fundi Alþjóðaólympíunefndarinnar. Fjórar borgir sóttust eftir gestgjafahlutverkinu. Auk München voru það Madrid, Montréal og Detroit. München fékk langflest atkvæði í fyrstu umferð valsins en þó ekki tilskilinn meirihluta. Norðu-Amerísku borgirnar tvær fengu fæst atkvæði í þeirri umferð, sex talsins og féll Detroit þá úr leik. Í næstu umferð fékk München 31 atkvæði á móti 16 atkvæðum Madrid og 13 atkvæðum Montréal.

Keppnisgreinar breyta

Keppt var í 195 greinum. Fjöldi keppna í einstökum íþróttaflokkum er gefinn upp í sviga.

Handknattleikskeppni ÓL 1972 breyta

Innanhússhandknattleikur var í fyrsta sinn á dagskrá Ólympíuleikanna árið 1972. Íslenska landsliðið tryggði sér keppnisrétt með góðum árangri í forkeppni á Spáni í marsmánuði.

Sextán lið tóku þátt og var Ísland í B-riðli ásamt Austur-Þýskalandi, Tékkóslóvakíu og Túnis. Íslendingar töpuðu fyrir Austur-Þjóðverjum í fyrstu viðureign og misstu unninn leik gegn Tékkóslóvakíu niður í jafntefli. Íslenska liðið hefði þurft að vinna 22 marka sigur á Túnis í lokaleik til að komast áfram úr riðlinum, en það tókst ekki. Eftir töp gegn Pólverjum og Japönum hafnaði íslenska liðið loks í tólfta sæti.

Lið Júgóslava hlaut gullverðlaunin eftir sigur á Tékkum í úrslitaleik og bronsverðlaunin komu í hlut Rúmena.

Þáttakendur breyta

Þátttaka Íslendinga á leikunum breyta

Auk handknattleikslandsliðsins, sendu Íslendingar fjóra sundmenn, fjóra frjálsíþróttamenn og tvo lyftingamenn á leikana þá Óskar Sigurpálsson og Guðmund Sigurðsson.

Í Ólympískum Lyftingum varð Óskar Sigurpálsson í 19 sæti í -110 kg. flokki og Guðmundur Sigurðsson í 13. sæti í - 90 kg. flokki.

Guðjón Guðmundsson náði bestum árangri sundmanna. Hann varð 36. í 100 metra bringusundi á nýju Norðurlandameti. Var hann valinn Íþróttamaður ársins 1972 fyrir afrek sitt. Sundkappinn Guðmundur Gíslason keppti á sínum fjórðu Ólympíuleikum.

Í frjálsíþróttakeppninni varð Bjarni Stefánsson 30. í milliriðli í 400 metra hlaupi, en hafði áður sett nýtt Íslandsmet í forriðli. Lára Sveinsdóttir keppti í hástökki og varð þar með fyrst íslenskra kvenna til að keppa í frjálsum íþróttum á leikunum.

Verðlaunaskipting eftir löndum breyta

Nr. Land Gull Silfur Brons Samtals
1   Sovétríkin 50 27 22 99
2   Bandaríkin 33 31 30 94
3   Austur-Þýskaland 20 23 23 66
4   Vestur-Þýskaland 13 11 16 40
5   Japan 13 8 8 29
6   Ástralía 8 7 2 17
7   Pólland 7 5 9 21
8   Ungverjaland 6 13 16 35
9   Búlgaría 6 10 5 21
10   Ítalía 5 3 10 18
11   Svíþjóð 4 6 6 16
12   Bretland 4 5 9 18
13   Rúmenía 3 6 7 16
14   Kúba 3 1 4 8
  Finnland 3 1 4 8
16   Holland 3 1 1 5
17   Frakkland 2 4 7 13
18   Tékkóslóvakía 2 4 2 8
19   Kenýa 2 3 4 9
20   Júgóslavía 2 1 2 5
21   Noregur 2 1 1 4
22   Norður-Kórea 1 1 3 5
23   Nýja Sjáland 1 1 1 3
24   Úganda 1 1 0 2
25   Danmörk 1 0 0 1
26   Sviss 0 3 0 3
27   Kanada 0 2 3 5
28   Íran 0 2 1 3
29   Belgía 0 2 0 2
  Grikkland 0 2 0 2
31   Austurríki 0 1 2 3
  Kólumbía 0 1 2 3
33   Argentína 0 1 0 1
  Suður-Kórea 0 1 0 1
  Líbanon 0 1 0 1
  Mexíkó 0 1 0 1
  Mongólía 0 1 0 1
  Pakistan 0 1 0 1
  Túnis 0 1 0 1
  Tyrkland 0 1 0 1
41   Brasilía 0 0 2 2
41   Eþíópía 0 0 2 2
43   Ghana 0 0 1 1
  Indland 0 0 1 1
  Jamæka 0 0 1 1
  Níger 0 0 1 1
  Nígería 0 0 1 1
  Spánn 0 0 1 1
Alls 195 195 210 600