Hástökk
grein innan frjálsíþrótta
Hástökk er ein grein frjálsíþrótta og er stökk yfir slá án allra hjálpartækja. Keppt er í hástökki með eða án atrennu, en með atrennu er algengari keppnisgrein.
Hið almenna bakfallsstökk hefur verið nær allsráðandi stökkaðferð frá um 1968 þegar Richard Fosbury vann gullið á Ólympíuleikunum með þeirri aðferð. Var upptaka þessarar stökkaðferðar ekki síst því að þakka að settar voru almennilegar dýnur bak við slánna þar sem áður voru litlar sandgryfjur og menn vildu því helst lenda á fótunum.
Met
breyta- Íslandsmet kvenna í hástökki er 1,88 sett af Þórdísi Gísladóttur 1990.
- Íslandsmet í almennum flokki er 2,28 metrar, sett árið 2001 af Einari Karl Hjartarsyni
- Heimsmet kvenna er 2,09 m og það heldur Stefka Kostadinova frá Búlgaríú sett 1987.
- Heimsmet í karlaflokki er 2,45 m, það heldur Javier Sotomayor frá Kúbu og það var slegið 1993.