Guernsey

(Endurbeint frá Gvernsey)

Guernsey er eyja í Ermarsundi og annað tveggja umdæma Ermarsundseyja. Lögsagnarumdæmi fógetans á Guernsey tilheyra, auk Guernsey, eyjarnar Alderney, Sark, Herm, Jethou, Brecqhou, Burhou og fleiri smáeyjar. Alderney og Sark hafa þó sín eigin þing og dómstóla. Bretland hefur umsjón með utanríkismálum og varnarmálum eyjanna, en þær eru þó ekki hluti af breska konungdæminu heldur hertogadæminu Normandí, en hertoginn af Normandí er einn af titlum Bretakonungs. Guernsey hefur því sitt eigið löggjafarþing en Bretland fer með varnir eyjanna. Guernsey er ekki hluti af Evrópusambandinu en hefur sérstök tengsl við það. Þótt Guernsey og Jersey séu saman kallaðar Ermarsundseyjar er stjórnsýsla þessara tveggja umdæma algerlega aðskilin.

Bailiwick of Guernsey
Bailliage de Guernesey
Fáni Guernsey Skjaldarmerki Guernsey
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
God Save the King
Sarnia Cherie
Staðsetning Guernsey
Höfuðborg St. Peter Port
Opinbert tungumál enska, franska
Stjórnarfar Þingbundin konungsstjórn

Hertogi Karl 3.
Landstjóri Peter Walker
Fógeti Jonathan Le Tocq
Bresk krúnunýlenda
 • Aðskilið frá Normandí 1204 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
223. sæti
78 km²
0
Mannfjöldi
 • Samtals (2016)
 • Þéttleiki byggðar
206. sæti
67.334[1]
844/km²
VLF (KMJ) áætl. 2018
 • Samtals 3,272 millj. dala
 • Á mann 52.531 dalir
VÞL (2008) 0.975 (9. sæti)
Gjaldmiðill sterlingspund
Tímabelti UTC+1
Þjóðarlén .gg
Landsnúmer +44

Guernsey liggur rétt vestan við Cotentin-skaga í Frakklandi og norðan við frönsku eyjuna Saint-Malo. Íbúar Guernsey eru um 65.000 talsins og þar af búa um 16.500 í höfuðstaðnum, St. Peter Port. Efnahagslíf eyjarinnar byggist á fjármálaþjónustu, iðnaði, ferðaþjónustu og landbúnaði. Menning Guernsey er bresk menning undir normönnskum áhrifum, en enska er almennt töluð þar og sterlingspund er notað sem gjaldmiðill. Til er sérstök frönsk mállýska guernésiais, sem var áður almennt töluð á Guernsey.

Viðskeytið -ey er komið úr fornnorrænu og merkir einfaldlega „eyja“. Uppruni fyrri hluta nafnsins er óviss. Hugsanlega er það dregið af norræna nafninu Grani, orðinu grænn,[2] trénu greni[3] eða spænska orðinu Cuernohorn“ út af langhyrndu nautakyni sem þar er ræktað.

Eyjan var líklega nefnd Lisia af Rómverjum[4] Hefðbundið er að telja að rómverska heitið á Guernsey hafi verið Sarnia sem kemur fyrir í upptalningu á Ermarsundseyjum í Leiðalýsingu Antonínusar, en það gæti líka verið rómverskt heiti á eyjunni Sark.[5]

Fyrir um 6000 árum leiddi hækkandi sjávarstaða í Ermarsundi til þess að eyjarnar urðu aðskildar frá Normandískaga.[6] Á nýsteinöld hófu menn búskap á eyjunum og reistu einsteinunga og steindysir sem þar er að finna. Elstu ummerki um menn á Guernsey eru frá því um 5000 f.o.t.[7]

Fornbretar settust að á eyjunum Sarnia eða Lisia (Guernsey) og Angia (Jersey) þegar þeir fluttust til Bretagne frá Wales og Cornwall. Amfórur frá Herculaneum og Spáni eru til merkis um að eyjarnar hafi verið hluti af rómverskum verslunarleiðum sem náðu um langan veg og fundist hafa leifar af vöruskemmum frá 1. til 4. aldar í St. Peter Port. Árið 1982 fannst skipsflak af rómversku kaupskipi í höfninni sem hefur verið nefnt Asterix. Skipið hefur líklega legið við ankeri þegar eldur braust út í því.[8] Heilagur Sampson frá Dol er talinn hafa kristnað Guernsey á 6. öld. Hann kom frá konungsríkinu Gwent í Wales og varð síðar ábóti í Dol-de-Bretagne.[9]

Miðaldir

breyta

Árið 933 fékk Vilhjálmur 1. hertogi af Normandí eyjarnar að léni frá Rúdolf konungi, ásamt Cotentin-skaga, en áður höfðu þær tilheyrt hertogadæminu Bretagne. Eyjarnar eru nú síðustu leifarnar af hertogadæminu Normandí.

Í kringum árið 1030 hraktist floti Róberts 1. af Normandí undan stormi til Guernsey. Hann var á leið til Englands til að styðja tilkall frænda sinna, Alfreðs og Játvarðs, gegn Knúti ríka. Róbert fékk skjól í klaustri heilags Mikaels á Guernsey. Í þakklætisskyni gaf hann klaustrinu allt land í dalnum með leyfi til að stækka það yfir norðvesturhluta eyjarinnar um leið og landnemar fengjust til að hreinsa og rækta landið. Hann sendi líka verkfræðinga og smiði til að ljúka smíði kastalans og annarra varnarvirkja.

Um miðja 11. öld settust sjóræningjar að á Guernsey og reistu vígi, Le Château des Sarrasins, á miðri eyjunni. Vilhjálmur af Normandí réði Sampson d'Anneville til að ráða niðurlögum þeirra og veitti honum í staðinn lén fyrir vesturhluta eyjarinnar. Sampson fékk landseta frá Normandí til að setjast að á léni d'Annevilles og Vilhjálmur gaf auk þess öðrum normönnskum landeigendum jarðir. Guernsey var brátt fullbyggð og skiptist í tíu sóknir. Í hverju léni var dómur til að leysa úr ágreiningsefnum landseta, en ábótinn í klaustri heilags Mikaels og herra d'Anneville fóru með æðsta dómsvald og leyfi til að taka sakamenn af lífi.[10]

Árið 1204 missti Jóhann landlausi meginlandshluta hertogadæmisins til Filippusar 2., en eyjarnar voru áfram hluti af löndum Englandskonunga.[11] Þetta var staðfest með Parísarsáttmálanum 1259.[12] Á síðmiðöldum voru sjórán stunduð frá eyjunum með því að nota villuljós til að fá skip til að stranda. Þetta jókst í Hundrað ára stríðinu þegar Kapetingar lögðu eyjarnar nokkrum sinnum undir sig. Varnarlið Guernsey er fyrst nefnt í heimildum 1331. Það var lagt niður árið 1946.[13] Árið 1372 réðust málaliðar frá Aragón á eyjarnar undir stjórn Owain Lawgoch í þjónustu franska konungsins.[14]

Árnýöld

breyta

Árið 1483 gaf Sixtus 6. út páfabullu þar sem Ermarsundseyjar voru lýstar „hlutlaust svæði“.[15] Hver sem réðist á eyjarskeggja átti bannfæringu á hættu. Hlutleysi eyjanna var staðfest með konunglegri tilskipun Englandskonungs 1548. Frakkar reyndu að leggja Jersey undir sig ári síðar, en varnarlið Jersey sigraði þá. Hlutleysið var afnumið af Vilhjálmi 3. öld síðar, vegna sjórána gegn hollenskum skipum.[16]

Um miðja 16. öld snerust margir íbúar til kalvínisma. Árið 1556 voru þrjár konur, píslarvottarnir frá Guernsey, brenndar á báli fyrir villutrú,[17] ásamt barnungum syni einnar þeirra. Þetta olli þvílíkri hneykslun meðal eyjarskeggja að fógeinn, Hellier Gosselin, hrökklaðist frá eyjunum skömmu síðar.[18]


 
Cornet-kastali við St. Peter Port á Guernsey, á síðari hluta 17. aldar.

Í Ensku borgarastyrjöldinni snerust flestir íbúar á sveif með þingliðinu en landstjórinn, Peter Osborne, settist að í Cornet-kastala og hélt þar til ásamt flokki konungssinna. Kastalinn var sá síðasti á Bretlandseyjum sem gafst upp fyrir þingliðinu árið 1651.[19][20] Í styrjöldum Breta við Spán og Frakkland á 17. og 18. öld fengu margir skipstjórar þaðan kaparabréf og breyttu kaupskipum í sjóræningjaskip.

Í upphafi 18. aldar settust margir íbúar Guernsey að í Nýja heiminum.[21] Landnemar þaðan stofnuðu Guernsey-sýslu í Ohio.[22] Ótti við innrás Napoleons gerði að verkum að ný varnarmannvirki voru reist á eyjunum undir lok aldarinnar.[23]

Nútími

breyta

Á 19. öld vænkaðist hagur eyjarinnar vegna siglinga og vinnslu í granítnámum. Þegar vinnslan var sem mest var unnið í 278 námum, flestum þeirra á norðurhluta eyjarinnar. Þegar skútuöld lauk dró úr hlutverki eyjanna í sjóflutningum, þar sem járn og stál voru ekki til þar.[24]

Nyrsti hluti Guernsey, Le Clos du Valle, var örfirisey sem var skilin frá aðaleyjunni með sundinu Le Braye du Valle. Sundið var þurrkað upp af bresku stjórninni 1806. Austurendi sundsins varð hafnarbærinn Saint Sampson, sem í dag er önnur stærsta höfn Guernsey. Nýir vegir voru gerðir og eldri vegir lagðir með slitlagi fyrir breska herinn.[25] Innviðaframkvæmdir voru fjármagnaðar með peningaprentun frá 1815.[26]

Um 3000 menn frá Guernsey voru skráðir í breska innrásarliðið British Expeditionary Force í fyrri heimsstyrjöld, þar af um 1000 í hersveitinni Royal Guernsey Light Infantry sem var stofnuð árið 1916. Í síðari heimsstyrjöld var lengst af þýskt setulið á Guernsey en fyrir stríðið höfðu mörg börn verið flutt frá eyjunni til ættingja í Bretlandi.[27] Þjóðverjar reistu mikil varnarvirki á eyjunni vegna hernaðarlegs mikilvægis hennar og vegna þess að Adolf Hitler taldi að Bretar myndu reyna að endurheimta eyjarnar hvað sem það kostaði. Yfir 1000 íbúar voru fluttir nauðungarflutningum í fangabúðir í Þýskalandi, sérstaklega Oflag V-B og Oflag VII-C. Hernámi Þjóðverja á Guernsey og Jersey lauk 9. maí 1945. Sá dagur er haldinn hátíðlegur síðan.[28]

Seinna á 5. áratugnum var gert við skemmdir sem hernámið hafði valdið á eyjunum. Tómataræktun blómstraði fram á 8. áratug 20. aldar þegar hækkun olíuverðs olli hnignun ræktunarinnar.[29] Ferðaþjónusta er áfram mikilvæg atvinnugrein á Guernsey.[30] Á 8. áratugnum fór fjármálaþjónusta vaxandi. Útganga Breta úr Evrópusambandinu hefur ekki haft mikil áhrif á samband Bretlands við eyjarnar.[31]

Landfræði

breyta
 
Klettar við strönd Guernsey

Eyjarnar Alderney, Guernsey, Herm, Sark og nokkrar minni eyjar liggja nærri 49°28′N 2°35′V / 49.467°N 2.583°V / 49.467; -2.583 og eru samtals 78 ferkílómetrar að stærð með um 50 km strandlengju. Aðaleyjan, Guernsey, er 63,4 ferkílómetrar. Hún er í St. Malo-flóa, um 50 km vestur af strönd Normandí í Frakklandi og 120 km suður af Weymouth í Bretlandi. Syðsti oddi eyjarinnar er Jerbourg Point þar sem Þjóðverjar reistu varnarvirki. Hæsti punktur umdæmisins er Le Moulin á Sark, 114 metra yfir sjávarmáli. Á Guernsey er hæsti punkturinn Hautnez í 111 metra hæð.

Guernsey skiptist í tvær landslagsheildir: hásléttuna Haut Pas í suðri og láglenda og sendna sléttu, Bas Pas, í norðri. Almennt séð er landbúnaður ríkjandi á Haut Pas en þéttbýli og iðnaður meira áberandi á Bas Pas.

Í St Peter Port er að finna djúpa höfn. Smáeyjarnar Casquets við Alderney eru þekktar fyrir tíð skipbrot og þar hefur verið viti frá 1724.

Veðurfar

breyta

Veðurfar á Guernsey er temprað, mildir vetur og hlý sólrík sumur. Júlí og ágúst eru heitustu mánuðirnir og er hitinn þá yfirleitt í kringum 20° en getur náð allt að 24°. Febrúar er að jafnaði kaldasti mánuðurinn með meðallofthita um 6°. Vikulegur meðallofthiti er 16° í ágúst. Snjókoma er sjaldgæf og snjó festir sjaldnast en mestu líkur á snjókomu eru í febrúar. Hiti fer sjaldan undir frostmark þótt vindkæling geti verið mikil. Mest úrkoma er í desember, nóvember og janúar. Júlí er sólríkasti mánuðurinn með 250 sólartíma. Desember er dimmasti mánuðurinn með 50 sólartíma. Um helming ársins er skýjað.

Janúar Febrúar Mars Apríl Maí Júní Júlí Ágúst September Október Nóvember Desember
 Hæsti meðalhiti 8 9 10 11 14 17 19 20 18 15 11 10
 Lægsti meðalhiti 5 4 5 6 9 11 13 14 13 11 8 6
 Úrkoma 89 77 67 51 50 46 38 46 67 89 98 107
 Línurit hitastig í °C • mánuðarúrkoma í mm • Heimild: Alþjóðaveðurfræðistofnunin,[32]
 
 
89
 
8
5


 
 
77
 
9
4


 
 
67
 
10
5


 
 
51
 
11
6


 
 
50
 
14
9


 
 
46
 
17
11


 
 
38
 
19
13


 
 
46
 
20
14


 
 
67
 
18
13


 
 
89
 
15
11


 
 
98
 
11
8


 
 
107
 
10
6



Stjórnmál

breyta
 
Landstjóri og fógetafulltrúi Guernsey í skrúðgöngu til að fagna afmæli Bretadrottningar árið 2016.

Fógetaumdæmið Guernsey nær yfir eyjarnar Guernsey, Alderney og Sark. Hver eyja hefur sitt eigið stéttaþing sem myndar stjórn hennar. Æðsta stéttaþingið er á Guernsey og lög þaðan gilda stundum líka á hinum eyjunum með þeirra samþykki. Þingið skipar nefndir sem fara með framkvæmdavaldið. Þingið á Guernsey er skipað 40 þingmönnum sem eru kjörnir til 4 ára í senn. Þingið á Alderney er skipað 10 fulltrúum kosnum til 4 ára þar sem helmingur þingsins er kosinn á tveggja ára fresti. Þingið á Sark hefur 18 fulltrúa sem eru kosnir á 4 ára fresti, og er stjórnað af lénsherra Sark. Hvert lögsagnarumdæmi hefur sína eigin dómstóla.

Guernsey er ekki hluti af Bretlandi og á engan fulltrúa á breska þinginu. Líkt og Jersey nýtur hún sérstakrar stjórnskipunarlegrar stöðu með óskrifaða stjórnarskrá byggða á réttindum sem ýmsir enskir konungar hafa veitt í gegnum aldirnar. Stjórn Guernsey forðast að láta reyna á þessi ákvæði með átökum við bresku ríkisstjórnina. Þessi sérstaða hefur oft komið sér vel, þar sem eyjarskeggjar hafa komið sér undan hörðustu löggjöfinni frá Westminster en notið góðs af verndartollum. England og síðar Bretland hafa aftur notið góðs af hernaðarlega mikilvægri stöðu eyjanna.

Sóknir

breyta

Stjórnsýslueiningar Guernsey eru tíu sóknir. Auk þess eru kirkjusóknir á Alderney og Sark en þær eru ekki stjórnsýslueiningar. Í hverri sókn er tylftarráð (Douzaine) þar sem meðlimir eru kjörnir til fjögurra ára í senn. Tveir kjörnir löggæslufulltrúar fara með framkvæmdavald fyrir tylftarráðið. Lítil örfirisey, Lihou, tengist Guernsey um granda á háfjöru. Landslag á Guernsey er að mestu flatt með lágar hæðir suðvestanmegin.

Sókn Íbúar (2001) Flatarmál (vergées) Flatarmál (km²)
1. Castel 8.975 6.219 10,2
2. Forest 1.549 2.498 4,1
3. St Andrew 2.409 2.752 4,5
4. St Martin 6.267 4.468 7,3
5. St Peter Port 16.488 3.914 6,4
6. St Pierre du Bois 2.188 3.808 6,2
7. St Sampson 8.592 3.816 6,3
8. St Saviour 2.696 3.900 6,4
9. Torteval 973 1.891 3,1
10. Vale 9.573 5.446 8,9
 
Sóknir á Guernsey.

Efnahagslíf

breyta

Fjármálaþjónusta, eins og bankaþjónusta, sjóðstjórnun og tryggingar, stendur undir um 37% af vergri landsframleiðslu.[33] Ferðaþjónusta, iðnaður og landbúnaður (aðallega tómatarækt og afskorin blóm - sérstaklega fresíur) hefur farið minnkandi.[29] Lágir skattar og erfðafjárskattar hafa gert Guernsey að vinsælli aflandseyju fyrir einkarekna hlutabréfasjóði.

Enginn seðlabanki starfar á Guernsey en stjórnvöld á eyjunni framleiða sína eigin útgáfu af sterlingspundi, Guernseyjarpund, sem er tekið gilt á Guernsey og víða á Jersey, en síður í Bretlandi, þótt það jafngildi bresku pundi. Breskir gjaldmiðlar (bæði enskar, skoskar og norðurírskar útgáfur) eru teknir gildir á Guernsey.[34] Fjárfestingasjóðir eyjunnar sem eiga að standa undir lífeyri og framtíðarkostnaði, námu 2,7 milljörðum í júní 2016.[35] Guernsey gaf út 30 ára ríkisskuldabréf í desember 2015 fyrir 330 milljón pundum, sem var fyrsta ríkisskuldabréfið í 80 ár.[36] Guernsey hefur fengið lánshæfismatið AA-/A-1+ með stöðugri væntingu frá Standard & Poor's.[37]

Í mars 2016 voru 32.291 með starf á Guernsey og 4.864 íbúar voru sjálfstætt starfandi. Þar voru 2.453 fyrirtæki með störf. 19,6% íbúa starfa í fjármálageiranum og miðtekjur voru 31.215 pund.[38]

Íbúar

breyta

Íbúar Guernsey voru rúmlega 60.000 árið 2019.[39] Lífslíkur eru 84,5 ár hjá konum og 80,1 ár hjá körlum. Guernsey var í 10. sæti yfir lönd heims eftir langlífi íbúa árið 2015.[40]

Íbúar Guernsey eru breskir ríkisborgarar og bresk lög gilda um innflytjendur og landamæravörslu.[41] Guernsey er hluti af Sameiginlega ferðasvæðinu sem nær yfir allar Bretlandseyjar, þannig að ekki þarf að sýna vegabréf þegar ferðast er milli eyjanna. Guernsey takmarkar aðflutning fólks með íbúðaleyfum, þannig að sérstök skilyrði gilda um íbúa hluta íbúðarhúsnæðis á eyjunni. Til að mega setjast þar að verður maður að vera fæddur þar eða deila íbúð með einhverjum sem er með slíkt leyfi.[42] Þær eignir sem eru ekki háðar þessum skilyrðum eru því mun dýrari. Skilyrðin gilda aðeins um búsetu í húsnæðinu og hafa ekkert með eignarhald að gera. Hægt er að sækja um stöðu íbúa ef viðkomandi hefur búið á eyjunni í tíu ár á 20 ára tímabili.

Menning

breyta
 
Grænmetismarkaður á Lé Viaër Marchi 2008.

Guernsey, Alderney og Sark hafa hver sína eigin menningarlegu arfleifð, sem hefur mótast af blöndu normannskra (franskra) hefða og breskra menningaráhrifa. Þar voru áður talaðar normannskar mállýskur (guernésiais, sercquiais og auregnais). Um 2% íbúa Guernsey eru taldir tala guernésiais, en 14% telja sig skilja málýskuna. Auregnais dó út sem lifandi mállýska á 7. áratug 20. aldar og sercquiais líklega undir lok aldarinnar.

Við Guernsey er kennt samnefnd nautgripakyn, sem er þjóðardýr eyjarinnar, ásamt asna. Hefðbundin skýring á asnanum er að landslag á Guernsey er miklu brattara en á Jersey og útheimti því sterk burðardýr. Guernsey-búar eru uppnefndir „asnar“ (ânes), meðan Jersey-búar eru uppnefndir „körtur“ (crapauds).

Þekkt skáld og rithöfundar frá Guernsey eru meðal annars George Métivier, Mabel Collins og G. B. Edwards.

Nokkrir þekktir listamenn hafa búið á Guernsey um lengri eða skemmri tíma. Franski listmálarinn Pierre-Auguste Renoir málaði þar fimmtán málverk sumarið 1884.[43] Enska tónskáldið John Ireland bjó þar líka um tíma. Þekkasti gestur Guernsey er samt Victor Hugo sem dvaldi þar í útlegð 1855 til 1870 og samdi þar mörg af sínum þekktustu verkum, meðal annars Vesalingana.

Hátíðir eru meðal annars Lé Viaër Marchi á Guernsey (frá 8. áratug 20. aldar) og SarkFest-tónlistarhátíðin á Sark.

Tilvísanir

breyta
  1. „Guernsey - The World Factbook“. www.cia.gov. 14. nóvember 2022.
  2. „Guernsey“. Online Etymology Dictionary. Sótt 19.5.2023.
  3. Hocart, Richard (2010). Guernsey's Countryside: An Introduction to the History of the Rural Landscape. Guernsey: Societé Guernesiaise. ISBN 978-0953254798.
  4. „History“. Guernsey Museum & Gallerys. Sótt 19.5.2023.
  5. „Roman Guernsey – Lisia“. Guernsey Donkey. 15.11.2011.
  6. „La Cotte Cave, St Brelade“. Société Jersiaise. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. mars 2008. Sótt 10. október 2007.
  7. „Guernsey Attractions – Ancient Monuments“. Island Life. Sótt 24. nóvember 2017.
  8. „Gallo-Roman Ship“. Guernsey Museums & Galleries. 19. júlí 2012. Sótt 22. nóvember 2017.
  9. Marr, James (2001). The History of Guernsey – The Bailiwick's Story. The Guernsey Press. ISBN 978-0953916610.
  10. „Guernsey“. British History Online. Sótt 13. júní 2022.
  11. Crossan 2015, bls. 7
  12. Ogier, Daryl Mark (2005). The Government and Law of Guernsey. The States of Guernsey. ISBN 978-0954977504.
  13. „Royal Guernsey Militia Regimental Museum“. Guernsey Museums & Galleries. 19. júlí 2012. Sótt 24. september 2017.
  14. de Garis, Marie (1986). Folklore of Guernsey. OCLC 19840362.
  15. Cooper 2006, bls. 13
  16. Wimbush, Henry (1924). The Channel Islands. A&C Black. bls. 89.
  17. Ogier, Daryl Mark (1997). Reformation and Society in Guernsey. Boydell & Brewer. ISBN 978-0851156033.
  18. Butler, Sara M. (2018). „Pleading the Belly: A Sparing Plea? Pregnant Convicts and the Courts in Medieval England“. Í Butler, Sara; Kesselring, K. J. (ritstjórar). Crossing Borders: Boundaries and Margins in Medieval and Early Modern Britain. Brill. bls. 131–152. doi:10.1163/9789004364950_009. ISBN 978-90-04-33568-4.
  19. The Atlantic Monthly, Volume 65. bls. 621.
  20. „History of the Castle“. Guernsey Museums & Galleries. 19. júlí 2012. Sótt 19. september 2017.
  21. „Guernsey's emigrant children“. BBC Legacies. Sótt 22. nóvember 2017.
  22. Jamieson 1986, bls. 281
  23. „18th & 19th Century Defences“. Guernsey Museums & Galleries. 19. júlí 2012. Sótt 18. september 2017.
  24. Jamieson 1986, bls. 291
  25. Crossan 2015, bls. 241
  26. Edward Holloway. How Guernsey Beat the Bankers.
  27. Bunting, Madeleine (1995). The Model Occupation. London: Harper Collins. bls. 21. ISBN 0002552426.
  28. „Learn more about Liberation Day“. Visit Guernsey. Afrit af upprunalegu geymt þann 3 júlí 2017. Sótt 22. nóvember 2017.
  29. 29,0 29,1 „The tomato growing industry“. Local History Guernsey. BBC. Sótt 23. nóvember 2017.
  30. „Guernsey Tourism Strategic Plan 2015–2025“ (PDF). VisitGuernsey Trade and Media. Afrit (PDF) af uppruna á 1. desember 2017. Sótt 23. nóvember 2017.
  31. „Inside Brexit – Guernsey's Response“ (PDF). We are Guernsey. Afrit (PDF) af uppruna á 1. desember 2017. Sótt 23. nóvember 2017.
  32. „World Weather Information Service – Guernsey“. Alþjóðaveðurfræðistofnunin. Sótt 2012.
  33. „Guernsey Gross Domestic Product First Release 2010“. States of Guernsey. Sótt 11. september 2012.
  34. „About Guernsey“. Visitguernsey.com. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. maí 2011. Sótt 31. maí 2011.
  35. „Total States Funds = £2.7 Billion“. Island FM. 28. september 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 2 apríl 2019. Sótt 4 janúar 2023.
  36. „Guernsey's Debt Draws Strong Demand“. The Wall Street Journal.
  37. „Island Credit Rating Remains The Same“. Island fm. 30. janúar 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 2. apríl 2019. Sótt 30. janúar 2017.
  38. „Guernsey Quarterly Population, Employment and Earnings Bulletin“ (PDF). Island FM. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 18. október 2017. Sótt 29. október 2016.
  39. „Population, Employment and Earnings - States of Guernsey“. mars 2019.
  40. „Life Expectancy at Birth“. CIA World Factbook. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. desember 2018. Sótt 8. september 2015.
  41. PO Box 23, St Peter Port (18. nóvember 2020). „Guidance for EU nationals and employers“. www.gov.gg (enska). Sótt 2. janúar 2023.
  42. „Where can licence holders live“. States of Guernsey. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. maí 2015.
  43. House, John (1988). Renoir in Guernsey. Guernsey Museum & Art Gallery. bls. 3. ISBN 978-1871560817. Sótt 29. nóvember 2017.

Tenglar

breyta
   Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.