Breskt pund

gjaldmiðill Bretlands og annarra hjálenda

Breskt pund eða sterlingspund (enska: pound sterling) er gjaldmiðill á Bretlandi. Eitt pund skiptist í 100 penní (enska: penny, ft. pence). Árið 1971 voru eftirtaldar upphæðir gildur gjaldmiðill á Bretlandi:

  • Seðlar: £5, £10, £20, £50 (£100, aðeins í Skotlandi og á Norður-Írlandi)
  • Mynt: 1p, 2p, 5p, 10p, 25p, 50p, £1, £2
Breskt pund, sterlingspund
Pound sterling
LandFáni Bretlands Bretland
Fáni Breska Suðurskautslandsins Breska Suðurskautslandið
Fáni Falklandseyja Falklandseyjar
Fáni Gíbraltar Gíbraltar
Fáni Guernsey Guernsey
Fáni Jersey Jersey
Fáni Manar Mön
Fáni Sankti Helenu Sankti Helena, Ascension og Tristan da Cunha
Fáni Suður-Georgíu og Suður-Sandvíkureyja Suður-Georgía og Suður-Sandvíkureyjar
Skiptist í100 penní (pennies)
ISO 4217-kóðiGBP
Skammstöfun£ / p
Mynt1p, 2p, 5p, 10p, 25p, 50p, £1, £2
Seðlar£5, £10, £20, £50 (£100)

Algengasta táknið fyrir breskt pund er eða £ („pundamerkið“), og p fyrir penníið.

Upphaflega jafngilti verðmæti þess einu pundi (454 grömm) af 92,5% hreinu silfri með 7,5% eir, sem kallast sterling silfur. Af því er dregið nafnið sterlingspund.

Fyrir 1971 var einu pundi skipt í 20 skildinga (shillings), sem hver um sig jafngilti 12 penníum. Þannig var eitt pund jafnt 240 penníum. Frá og með 1971 voru skildingar lagðir niður og verðgildi á „nýja penníinu“ varð 2,4 sinnum meira en áður hafði verið.

Pundið er gefið út af Seðlabanka Englands (Bank of England), sem hefur einkaleyfi til þess á Englandi og í Wales, eða tveimur af fjórum löndum sem mynda Bretland, en af sögulegum ástæðum hafa fjórir bankar í Skotlandi og þrír á Norður-Írlandi leyfi til að gefa út sín eigin pund, þar á meðal gefur t.d. Danske Bank út bresk pund, merkt "Danske" á Norður-Írlandi, eftir kaup á Northern Bank.[1][2]

Pundið varð eitt af gjaldmiðlum Evrópusambandsins en við útgöngu breta hætti pundið að vera það. Það er hins vegar notað víða í viðskiptum, t.d. einn af mörgum gjaldmiðlum í Simbabve eftir að óðaverðbólga gerði þeirra dollara ónothæfan.

Tenglar

breyta

Heimildir

breyta
  1. https://en.wikipedia.org/wiki/Banknotes_of_the_pound_sterling
  2. https://en.wikipedia.org/wiki/Banknotes_of_Northern_Ireland#Danske_Bank/Northern_Bank_notes
   Þessi hagfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.