Utanríkismál
Utanríkismál er stefna tiltekins ríkis á alþjóðlegum vettvangi. Þau snúast fyrst og fremst um að verja hagsmuni viðkomandi ríkis í samskiptum við önnur ríki. Nú á dögum eru mörg alþjóðleg samtök sem leika hlutverki í samskiptum ríkja, svo sem Sameinuðu þjóðirnar, Efnahags- og framfarastofnunin og Evrópusambandið. Í flestum löndum sér utanríkisráðuneyti um að móta og fylgja eftir utanríkisstefnu. Utanríkisstefna tiltekins ríkis getur haft veruleg og varandi áhrif á önnur ríki.