Granít

tegund storkubergs

Granít er stórkornótt tegund af súru djúpbergi. Helstu frumsteindir þess eru kvars og feldspat og innan við 10% bergsins eru dökkar steindir. Granít getur verið allt frá því að vera bleikt til dökkgrátt og jafnvel svart.

Dæmi um granít.
Nærmynd af graníti úr Yosemiteþjóðgarðinum í Bandaríkjunum.

Sökum þéttleika og hörku þess er granít vinsælt sem iðnaðargrjót. Meðalþéttleiki þess er 2,75 g/sm3.

Bergtegundin finnst aðeins á einum stað á Íslandi eða í Slaufrudal í Lóni, austan Hafnar í Hornafirði. Það er ljóst yfirlitum eins og granófýr en grófara.