Guernsey (nautgripakyn)
Guernsey er nautgripakyn ættað frá eynni Guernsey á Ermarsundi. Kynið var ræktað til mjólkurframleiðslu og allir gripir eru rauðir og rauðskjöldóttir.
Mjólk
breytaGuernsey-mjólk er þekkt um heim allan. Hún inniheldur mikið af beta karóteni og er því gulari á litinn en önnur mjólk. Talið er að betakaróten í mjólk minnki líkur á sumum tegundum krabbamein.[1] Fituhlutfall mjólkurinn er um 5% en hún inniheldur einnig mikið prótein, eða 3,7% að jafnaði.[2] Meðal ársnyt Guernsey-kúa er um 6.000 lítrar á árskú.[3]
Uppruni
breytaEins og nafnið gefur til kynna var Guernsey ræktað á Ermarsundseynni Guernsey. Kynið er talið eiga ættir sínar að rekja til Frakklands, sérstaklega Isigny- og Froment du Léon-kynjanna.[4] Guernsey var fyrst á skráð sem eigið kyn upp úr 1700 og árið 1789 voru sett lög sem bönnuðu innflutning annarra kynja en það var gert til að varðveita sérstöðu Guernsey. Þrátt fyrir þetta voru nokkrir gripir frá Alderney teknir inn í stofninn.[5]
Útflutningur á lífgripum og sæði var hluti af tekjum eyjaskeggja og á fyrri hluta 21. aldar voru stórar hjarðir fluttar til Bandaríkjanna.[5] Í dag er kynið vel þekkt á Bretlands-eyjum, Bandaríkjunum, Kanada og víðar.
Stærð
breytaKýrin vegar um 450-500 kg á fæti, sem er nokkuð þyngra en Jersey-kýr gera. Nautin vega um 600-700 kg. Guernsey-kýr eru rómaðar í mjólkurframleiðslu meðal annars vegna þess hve mikið þær mjólka, vegna lágs hlutfalls burðarvandamála og endingar.[1]
Neðanmálsgreinar
breyta- ↑ 1,0 1,1 „Advantages of the Guernsey“. WGCF (The World Guernsey Cattle Federation). 2006. Sótt 21. janúar 2008.
- ↑ Nafnlaus (2004). „The Guernsey Cow - Background and History“. Guernsey Cattle. Sótt 21. janúar 2008.
- ↑ „SA Guernsey“. Sótt 21. janúar 2008.
- ↑ Luff (2004). „A Short History of The Guernsey Breed“. WGCF (The World Guernsey Cattle Federation). Sótt 21. janúar 2008.
- ↑ 5,0 5,1 Spahr, L. S.; Opperman, G. E. (1995). The Dairy Cow Today: U. S. Trends, Breeding & Progress Since 1980. Hoard's Dairyman Books.