Ermarsundseyjar (eða Norðmannaeyjar) eru nokkrar eyjar í Ermarsundi úti fyrir strönd Normandí í Frakklandi. Íbúar eru um 170.000 (2018). Þær skiptast í tvö umdæmi: Guernsey og Jersey. Bæði umdæmin eru breskar krúnunýlendur þótt hvorugt þeirra sé hluti af Bretlandi. Þau voru formlega hluti af hertogadæminu Normandí frá því á 10. öld. Við Parísarsáttmálann 1259, þegar Englendingar létu Normandí af hendi við Frakka, voru þau áfram undir konungum Bretlands sem hluti af titlinum „hertoginn af Normandí“. Karl 3. er þannig hertogi yfir Ermarsundseyjum, fremur en konungur þeirra. Eyjarnar eiga ekki fulltrúa á breska þinginu, heldur hefur hvor þeirra eigið löggjafarþing. Eyjarnar eru hluti tollabandalags Evrópubandalagsins en teljast þó ekki í Evrópusambandinu.

Gervihnattamynd
Nærmynd.
af Ermarsundi þar sem Jersey og Guernsey eru merktar inn

Eyjarnar

breyta

Umdæmið Guernsey

breyta
 
Kort Guernseyumdæmi

Umdæmið Jersey

breyta

Sunnan við Jersey er eyjan Chausey sem tilheyrir Frakklandi.