Ptólemajaríkið Rómaveldi
Forsaga Egyptalands nær frá upphafi fastrar búsetu manna í Nílardal á nýsteinöld og koparöld frá um 6000 f.Kr. þar til merki fara að sjást um ritmál um 3100 f.Kr.. Stuttu síðar eru Efra Egyptaland og Neðra Egyptaland fyrst sameinuð í eitt ríki undir fyrstu konungsættinni. Föst búseta var drifin áfram af vaxandi þurrki sem skapaði hina gríðarstóru eyðimörk Sahara.
Á þessum tíma hófu Egyptar landbúnað, gerð stórra bygginga úr steini og leirhleðslum og notkun málma. Fornleifarannsóknir hafa leitt í ljós nokkur þróunarstig menningar í Nílardal.