Átjánda konungsættin

Tímabil og konungsættir
í Egyptalandi hinu forna
Forsaga Egyptalands
Fornkonungar Egyptalands
Elstu konungsættirnar
1. 2.
Gamla ríkið
3. 4. 5. 6.
Fyrsta millitímabilið
7. 8. 9. 10. 11. (aðeins í Þebu)
Miðríkið
11. (allt Egyptaland) 12. 13. 14.
Annað millitímabilið
15. 16. 17.
Nýja ríkið
18. 19. 20.
Þriðja millitímabilið
21. 22. 23. 24. 25.
Síðtímabilið
26. 27. 28. 29. 30. 31.
Grísk-rómverska tímabilið
Alexander mikli

Ptólemajaríkið Rómaveldi

Átjánda konungsættin í Egyptalandi hinu forna er hugsanlega frægasta konungsættin í sögu Forn-Egypta. Hún telur nokkra af valdamestu faraóum Egyptalands og Tútankamon sem varð einhver frægasti fornleifafundur sögunnar þegar gröf hans fannst óhreyfð í Dal konunganna.

Stofnandi konungsættarinnar var Amósis 1., bróðir Kamósiss, síðasta konungs sautjándu konungsættarinnar. Amósis tókst að losa Egyptaland endanlega við hina hötuðu Hyksos sem ríktu yfir Egyptalandi á öðru millitímabilinu (um 1648-1540 f.Kr.). Með átjándu konungsættinni hefst því Nýja ríkið í Egyptalandi.

Meðal þekktustu valdhafa þessa tímabils má nefna Hatsepsut drottningu (sem ríkti fyrir ungan stjúpson sinn), Amenhótep 3. sem fyrstur skrifaðist reglulega á við valdhafa í öðrum löndum, og Akenaten sem bjó til ný trúarbrögð.

Tímaás yfir átjándu konungsættina

breyta
HóremhebKeperkeprúre AíTútankamúnSmenkkareAkenatenAmenhótep 3.Tútmósis 4.Amenhótep 2.HatsepsútTútmósis 3.Tútmósis 2.Tútmósis 1.Amenhótep 1.Amósis 1.En sjá Tímasetningar í sögu Egyptalands hins forna.