Önnur konungsættin

Tímabil og konungsættir
í Egyptalandi hinu forna
Forsaga Egyptalands
Fornkonungar Egyptalands
Elstu konungsættirnar
1. 2.
Gamla ríkið
3. 4. 5. 6.
Fyrsta millitímabilið
7. 8. 9. 10. 11. (aðeins í Þebu)
Miðríkið
11. (allt Egyptaland) 12. 13. 14.
Annað millitímabilið
15. 16. 17.
Nýja ríkið
18. 19. 20.
Þriðja millitímabilið
21. 22. 23. 24. 25.
Síðtímabilið
26. 27. 28. 29. 30. 31.
Grísk-rómverska tímabilið
Alexander mikli

Ptólemajaríkið Rómaveldi

Önnur konungsættin er listi yfir þá konunga sem ríktu yfir sameinuðu Egyptalandi frá því um 2890 f.Kr. til um það bil 2630 f.Kr. Fyrsta og önnur konungsættin eru venjulega taldar saman sem Elstu konungsættirnar.

Höfuðborg ríkisins var í Tinis, samkvæmt sagnaritaranum Maneþon, en grafir fyrstu konunganna hafa fundist í Sakkara sem kann að benda til þess að stjórnsýslumiðstöðin hafi verið flutt til Memfis. Lítið er vitað um þessa konungsætt og konungalistar eru brotakenndir. Palermósteinninn nefnir aðeins stutt tímabil undir stjórn Raneb og Nynetjer.

Nafn Ríkisár
Hotepsekemuy 38
Raneb (líka lesið Nebra) 39
Nynetjer 40
Úeneg 8
Senedj 20

Næstu tveir konungar eru óljósir; Kannski eru þetta Hórusnafn eða Nebtynafn og skírnarnöfn þessara einstaklinga eða þá að um tvo ólíka einstaklinga er að ræða og hugsanlega eru þetta þjóðsagnanöfn. Vinstra megin eru þeir konungar sem egyptalandsfræðingar setja hér venjulega og til hægri er listi Maneþons:

Ætlaður konungur Listi Maneþons
Seti-Peribsen Kaíres
Neferkeres
Sekemib-Perenmaát Sesokris

Samkomulag er þó um síðasta konunginn:

Nafn Ríkisár
Kasekemuy 17-18