Koparöld
Koparöld er millitímabil milli steinaldar og bronsaldar og vísar til þess að mönnum tókst að bræða kopar við háan hita en höfðu ekki uppgötvað að með því að blanda tini saman við bræddan kopar væri hægt að búa til brons. Elstu dæmin um koparáhöld eru frá Serbíu frá því um 5000 f.Kr. Enski fornleifafræðingurinn John Evans stakk árið 1881 upp á þessu heiti yfir millibilsástandið áður en hin eiginlega bronsöld hefst en kaus þó að gera hana ekki að fjórðu öldinni í þriggja alda kerfinu yfir tækniþróun á forsögulegum tíma.
Minjar benda til þess að bronsgerð með blöndun tins hafi hafist fremur snemma eftir að bræðsla kopars hófst svo oft er erfitt að sjá skilin þarna á milli.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Koparöld.