Miðríkið
Tímabil og konungsættir í Egyptalandi hinu forna | ||
Forsaga Egyptalands | ||
---|---|---|
Fornkonungar Egyptalands | ||
| ||
| ||
| ||
| ||
| ||
| ||
| ||
| ||
|
Miðríkið er tímabil í sögu Egyptalands sem nær frá stofnun elleftu konungsættarinnar til loka fjórtándu konungsættarinnar eða um það bil frá 2040 f.Kr. til 1640 f.Kr. Ríkið varð til þegar Mentúhótep 2. af elleftu konungsættinni frá Þebu, tókst að sameina Efra- og Neðra-Egyptaland í eitt ríki með sigri á tíundu konungsættinni sem ríkti yfir Neðra-Egyptalandi í Herakleópólis. Sumir fræðimenn eru þó á þeirri skoðun að ekki eigi að telja upphaf Miðríkisins fyrr en við friðsamlega valdatöku tólftu konungsættarinnar eftir lát Mentúhóteps 4.
Á tímum elleftu konungsættarinnar var höfuðborg ríkisins í Þebu, en þegar tólfta konungsættin tók við flutti hún höfuðborgina til El-Lisht í Neðra-Egyptalandi, sem að vissu leyti var afturhvarf til Memfis sem er þar rétt norðan við. Höfuðguðinn á þessum tíma var hinn herskái fálki Montjú sem tilbeðinn var í Armant og Þebu, fremur en Amon.
Helstu konunganöfn á þessu tímabili voru Senúsret og Amenemhat. Á þessum tíma reisti Senúsret 1. af tólftu konungsættinni borgina Karnak. Talsverð velmegun ríkti og pýramídar voru áfram notaðir sem grafhýsi konunga. Á þessum tíma sendu Egyptar marga könnunarleiðangra og sendimenn til annarra ríkja í Mið-Austurlöndum.