Annað millitímabilið

Tímabil og konungsættir
í Egyptalandi hinu forna
Forsaga Egyptalands
Fornkonungar Egyptalands
Elstu konungsættirnar
1. 2.
Gamla ríkið
3. 4. 5. 6.
Fyrsta millitímabilið
7. 8. 9. 10. 11. (aðeins í Þebu)
Miðríkið
11. (allt Egyptaland) 12. 13. 14.
Annað millitímabilið
15. 16. 17.
Nýja ríkið
18. 19. 20.
Þriðja millitímabilið
21. 22. 23. 24. 25.
Síðtímabilið
26. 27. 28. 29. 30. 31.
Grísk-rómverska tímabilið
Alexander mikli

Ptólemajaríkið Rómaveldi

Annað millitímabilið er tímabil í sögu Egyptalands sem nær frá endalokum Miðríkisins um 1640 f.Kr. fram að upphafi Nýja ríkisins um það bil 1570 f.Kr.. Á þessum tíma leystist miðstjórnarvald faraóanna upp og Neðra Egyptaland féll í hendur hirðingjaþjóðflokks sem Egyptar nefndu Hyksos og ríktu frá Memfis og Avaris, meðan Efra Egyptaland var í höndum fursta sem ríktu frá Þebu. Hyksos-konungar mynda fimmtándu konungsættina í konungalistunum, en deilt er um hvort sextánda konungsættin telji Hyksos-konunga eða egypska konunga. Sautjánda konungsættin er mynduð af furstum sem ríktu yfir Þebu. Síðustu konungar þeirrar ættar gerðu uppreisn gegn Hyksos-konungunum og lögðu grundvöllinn að myndun Nýja ríkisins.