Tuttugasta og sjötta konungsættin

Tímabil og konungsættir
í Egyptalandi hinu forna
Forsaga Egyptalands
Fornkonungar Egyptalands
Elstu konungsættirnar
1. 2.
Gamla ríkið
3. 4. 5. 6.
Fyrsta millitímabilið
7. 8. 9. 10. 11. (aðeins í Þebu)
Miðríkið
11. (allt Egyptaland) 12. 13. 14.
Annað millitímabilið
15. 16. 17.
Nýja ríkið
18. 19. 20.
Þriðja millitímabilið
21. 22. 23. 24. 25.
Síðtímabilið
26. 27. 28. 29. 30. 31.
Grísk-rómverska tímabilið
Alexander mikli

Ptólemajaríkið Rómaveldi

Tuttugasta og sjötta konungsættin í sögu Egyptalands var síðasta konungsættin af egypskum uppruna áður en Persar lögðu landið undir sig. Þessi konungsætt var fyrsta konungsætt Síðtímabilsins. Höfuðborg ríkisins var í Saís í Nílarósum líkt og hjá tuttugustu og fjórðu konungsættinni, en Psamtik 1. var barnabarn Bakenrenefs, síðasta faraós tuttugustu og fjórðu konungsættarinnar.

Fyrsti konungur þessarar ættar Nekaú 1. var landstjóri í Saís, en sonur hans, Psamtik, endurreisti sjálfstæði landsins með aðstoð lýdískra og grískra málaliða eftir að höfuðborg Assyríu, Níneve, var rænd af Babýlónum 612 f.Kr..

Tuttugasta og sjötta konungsættin
Nafn Ár
Nekaú 1. 672 f.Kr. - 664 f.Kr.
Psamtik 1. 664 f.Kr. - 610 f.Kr.
Nekaú 2. 610 f.Kr. - 595 f.Kr.
Psamtik 2. 595 f.Kr. - 589 f.Kr.
Apríes 589 f.Kr. - 570 f.Kr.
Amasis 2. 570 f.Kr. - 526 f.Kr.
Psamtik 3. 526 f.Kr. - 525 f.Kr.