Tuttugasta og fjórða konungsættin
Tímabil og konungsættir í Egyptalandi hinu forna | ||
Forsaga Egyptalands | ||
---|---|---|
Fornkonungar Egyptalands | ||
| ||
| ||
| ||
| ||
| ||
| ||
| ||
| ||
|
Tuttugasta og fjórða konungsættin í sögu Egyptalands hins forna var fjórða konungsættin sem ríkti á þriðja millitímabilinu. Einungis tveir konungar eru þekktir frá þessari konungsætt sem ríktu frá Saís í Nílarósum: Tefnakte 1. og Bakenranef (eða Bokkóris) sem ríkti frá 725 til 720 f.Kr. samhliða tuttugustu og fimmtu konungsættinni. Þessi konungsætt leið undir lok þegar Sjabaka lagði Saís undir sig, tók Bakenranef höndum og lét brenna hann lifandi.