Fornkonungar Egyptalands

Tímabil og konungsættir
í Egyptalandi hinu forna
Forsaga Egyptalands
Fornkonungar Egyptalands
Elstu konungsættirnar
1. 2.
Gamla ríkið
3. 4. 5. 6.
Fyrsta millitímabilið
7. 8. 9. 10. 11. (aðeins í Þebu)
Miðríkið
11. (allt Egyptaland) 12. 13. 14.
Annað millitímabilið
15. 16. 17.
Nýja ríkið
18. 19. 20.
Þriðja millitímabilið
21. 22. 23. 24. 25.
Síðtímabilið
26. 27. 28. 29. 30. 31.
Grísk-rómverska tímabilið
Alexander mikli

Ptólemajaríkið Rómaveldi

Fornkonungar Egyptalands eru fyrstu konungarnir sem nefndir eru í áletrunum frá því áður en löndin tvö voru sameinuð og fyrsta konungsættin varð til. Þetta tímabil nær frá upphafi helgirúna um 3100 f.Kr. til um 3000 f.Kr. Það er stundum kallað núllkonungsættin. Á þessum tíma komu upp nokkrir voldugir konungar í Efra Egyptalandi sem skiptist í þrjú ríki kringum borgirnar Þinis, Nagada og Hierakonpólis. Í Þinis og Hierakonpólis var átrúnaður á Hórus ríkjandi en Set í Nagada. Brátt féll Nagada fyrir innrás frá Þinis sem lagði Neðra Egyptaland undir sig í framhaldinu.

Fyrstu áletranirnar með helgirúnum eru frá þessum tíma. Einnig hafa fundist merki um egypskar nýlendur í Suður-Ísrael frá þessum tíma. Fornleifafræðilega er þetta tímabil síðasti hluti Nagada III-menningarinnar sem er síðasti hluti nýsteinaldar/upphaf bronsaldar í sögu Egyptalands.

Lítið er vitað með vissu um konunga þessa tímabils. Nefndir eru tveir Sporðdrekakonungar, Ka, Iry-Hor og Narmer (stofnandi fyrstu konungsættarinnar), en þetta gætu eins verið nöfn á sama konungi eða sagnkonungar.