Helga Braga Jónsdóttir
Helga Braga Jónsdóttir (f. 5. nóvember 1964 á Akranesi) er íslensk gamanleikkona og skemmtikraftur. Hún er hvað þekktust fyrir að vera hluti af Fóstbræðrahópnum og Stelpuhópnum.

Helga útskrifaðist sem leikkona árið 1989, hún ætlaði sér að verða dramatísk leikkona en hún segist að sumir hafi leitt hana út í grínið. Þegar hún var í menntaskóla var hún aðallega í dramatíkinni þótt hún lék Línu Langsokk, 15 ára. Hún lék einnig aukahlutverk í sýningunni Mærin fór í dansin. Helga sagðist síðar fara hægt og rólega út í grínið, seinna fékk hún hlutverk í áramótaskaupum og seinna vann hún hjá Þjóðleikhúsinu og Borgarleikhúsinu sem meðlimur í leikhópnum Frú Emilíuönu sem setti upp mörg klassísk verk. En árið 1997 var hún beðin um að vera með í sjónvarpsþáttunum Fóstbræðrum, í fyrstu þáttaröðini lék hún öll kvennhlutverkin, en í annari þáttaröð var hún beðin um að vera með í handritahópnum, þá segist hún hafa sagt upp hjá Þjóðleikhúsinu. Stuttu seinna var Helgu beðið um að vera með uppistand, henni fannst það fyrst fráleit hugmynd, hún segist hafa litið á sig sem leikkonu en ekki uppistandara en ein kona gafst ekki upp og vildi mjög mikið fá hana í uppistand, en þá sló Helga til og bjó til prógram, en Helga sagði að fólk hafi hcegið að uppistandinu og þá var ekki aftur snúið og Helga hefur haldið mörg uppistönd eftir þetta. Árið 2011 útskrifaðist Helga sem flugfreyja frá flugfreyjuskóla Iceland Express.[1]
Árið 2016 greindi Helga frá því að í mörg ár var ofbeldisfullu sambandi í 5 ár og hún hefði þurft að sækja hugleiðslutíma frá 1997.[2]
Ferill í íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum Breyta
Tenglar Breyta
Heimildir Breyta
- ↑ „Dagblaðið Vísir - DV - 23. tölublað (24.02.2012) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 24. júlí 2020.
- ↑ „Fullreynt að reyna að eignast börn“. www.mbl.is . Sótt 24. júlí 2020.