Svínasúpan er sjónvarpsþáttur sem sýndir voru á Stöð 2 á árunum 2003-2004. Óskar Jónasson var leikstjóri í báðum þáttaröðum og þættirnir voru framleiddir af Storm. Þáttaraðirnir voru tvær talsins. Leikarar þáttarins eru Auðunn Blöndal sjónvarpsmaður, Edda Björg Eyjólfsdóttir leikona, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona, Pétur Jóhann Sigfússon leikari, Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi) sjónvarpsmaður og Sigurjón Kjartansson tónlistarmaður og útvarpsmaður. Jón Gnarr bættist svo við í annari þáttaröð.[1] Höfundar hrandrits voru Auðunn Blöndal, Pétur Jóhann Sigfússon, Sigurjón Kjartansson, Sverrir Þór Sverrisson og Þrándur Jensson í báðum þáttaröðum. Yfirumsjón handrits sá Sigurjón Kjartansson um. DVD diskur Svínasúpunnar fór í gullsölu og mæðrastyrksnefnd var veitt eintök af myndisknum við afhendingu gullplötunnar.[2]

Svínasúpan
TegundGamanþáttur
LeikstjóriÓskar Jónasson
LeikararAuðunn Blöndal
Edda Björg Eyjólfsdóttir
Guðlaug Ólafsdóttir
Jón Gnarr
Pétur Jóhann Sigfússon
Sigurjón Kjartansson
Sverrir Þór Sverrirsson
Höfundur stefsBarði Jóhannsson
UpprunalandÍsland
FrummálÍslenska
Framleiðsla
FramleiðandiKjartan Þór Þórðarsson
FramleiðslaStorm
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðStöð 2
HljóðsetningÁrni Gústafsson
Tenglar
IMDb tengill

Þættirnir voru í báðum þáttaröðum átta talsins.[3]

Tilvísanir breyta

  1. „Nánar um dagsrárlið“. Sótt 1. október 2010.
  2. „Stelpurnar, Strákarnir og Svínasúpan“. Sótt 1. október 2010.
  3. „Stöð 2“. sjonvarp.stod2.is. Sótt 10. mars 2020.
   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.