Sumarólympíuleikarnir 1984
Sumarólympíuleikarnir 1984 voru haldnir í Los Angeles, Kaliforníu í Bandaríkjunum 28. júlí til 12. ágúst 1984. Lukkudýr leikanna var Ólympíuörninn Sámur. Forseti Bandaríkjanna, Ronald Reagan, setti leikana.
Vegna þeirrar ákvörðunar Bandaríkjamanna að hunsa Ólympíuleikana í Moskvu 1980 ákváðu fjórtán lönd í Austurblokkinni og bandamenn þeirra að hunsa þessa ólympíuleika. Þar á meðal voru Sovétríkin, Austur-Þýskaland og Kúba. Íran og Líbýa hunsuðu einnig leikana, en af öðrum ástæðum. Þessi lönd skipulögðu Vináttuleikana í níu löndum Ólympíuleikunum til höfuðs.
KeppnisgreinarBreyta
Keppt var í 221 grein. Fjöldi keppna í einstökum íþróttaflokkum er gefinn upp í sviga.
|
|
Handknattleikskeppni ÓL 1984Breyta
Vegna sniðgöngu nokkurra Austur-Evrópuríkja bauðst íslenska handknattleiksliðinu að taka þátt á leikunum. Keppt var í tveimur sex liða riðlum.
Íslenska liðið hóf keppni gegn Júgóslövum og missti góða forystu niður í jafntefli á lokasprettinum. Því næst kom stórtap gegn Rúmenum. Í kjölfarið komu góðir sigrar gegn Japönum, Alsír og Sviss. Loks tapaði íslenska liðið fyrir Svíum í leik um fimmta sætið.
Júgóslavar urðu Ólympíumeistarar eftir sigur á Vestur-Þjóðverjum í úrslitum og Rúmenar höfnuðu í þriðja sæti. Með árangri sínum tryggðu Íslendingar sér sæti á heimsmeistaramótinu í Sviss 1986.
Þátttaka Íslendinga á leikunumBreyta
Auk handknattleikslandsliðsins, sendu Íslendingar fjóra sundmenn, sjö frjálsíþróttamenn, tvo júdókappa og tvo kappsiglingarmenn á leikana.
Bjarni Friðriksson varð hetja Íslendinga á leikunum þegar hann hlaut bronsverðlaun í -95 kílógramma flokki í júdó. Voru það fyrstu verðlaun Íslands frá því í Melbourne 1956.
Einar Vilhjálmsson náði langbestum árangri frjálsíþróttafólksins. Hann varð sjötti í spjótkastskeppninni. Kringlukastarinn Vésteinn Hafsteinsson féll á lyfjaprófi og var árangur hans strikaður út.
Fjögur Íslandsmet litu dagsins ljós í sundkeppninni, þar sem Guðrún Fema Ágústsdóttir og Tryggvi Helgason slógu tvö met hvort.
Siglingamennirnir Gunnlaugur Jónasson og Jón Pétursson kepptu í siglingu á 470-tvímenningskænu og höfnuðu í 23. sæti af 28.
Verðlaunaskipting eftir löndumBreyta
Nr | Lönd | Gull | Silfur | Brons | Alls |
---|---|---|---|---|---|
1 | ![]() |
83 | 61 | 30 | 174 |
2 | ![]() |
20 | 16 | 17 | 53 |
3 | ![]() |
17 | 19 | 23 | 59 |
4 | ![]() |
15 | 8 | 9 | 32 |
5 | ![]() |
14 | 6 | 12 | 32 |
6 | ![]() |
10 | 18 | 16 | 44 |
7 | ![]() |
10 | 8 | 14 | 32 |
8 | ![]() |
8 | 1 | 2 | 11 |
9 | ![]() |
7 | 4 | 7 | 18 |
10 | ![]() |
6 | 6 | 7 | 19 |
11 | ![]() |
5 | 11 | 21 | 37 |
12 | ![]() |
5 | 7 | 16 | 28 |
13 | ![]() |
5 | 2 | 6 | 13 |
14 | ![]() |
4 | 8 | 12 | 24 |
15 | ![]() |
4 | 2 | 6 | 12 |
16 | ![]() |
2 | 11 | 6 | 19 |
17 | ![]() |
2 | 3 | 1 | 6 |
18 | ![]() |
2 | 0 | 0 | 2 |
19 | ![]() |
1 | 5 | 2 | 8 |
20 | ![]() |
1 | 2 | 2 | 5 |
21 | ![]() |
1 | 1 | 2 | 4 |
22 | ![]() |
1 | 1 | 1 | 3 |
23 | ![]() |
1 | 0 | 2 | 3 |
![]() |
1 | 0 | 2 | 3 | |
25 | ![]() |
1 | 0 | 0 | 1 |
26 | ![]() |
0 | 4 | 4 | 8 |
27 | ![]() |
0 | 3 | 3 | 6 |
28 | ![]() |
0 | 1 | 2 | 3 |
![]() |
0 | 1 | 2 | 3 | |
30 | ![]() |
0 | 1 | 1 | 2 |
![]() |
0 | 1 | 1 | 2 | |
![]() |
0 | 1 | 1 | 2 | |
33 | ![]() |
0 | 1 | 0 | 1 |
![]() |
0 | 1 | 0 | 1 | |
![]() |
0 | 1 | 0 | 1 | |
![]() |
0 | 1 | 0 | 1 | |
![]() |
0 | 1 | 0 | 1 | |
![]() |
0 | 1 | 0 | 1 | |
![]() |
0 | 1 | 0 | 1 | |
40 | ![]() |
0 | 0 | 3 | 3 |
![]() |
0 | 0 | 3 | 3 | |
42 | ![]() |
0 | 0 | 2 | 2 |
43 | ![]() |
0 | 0 | 1 | 1 |
![]() |
0 | 0 | 1 | 1 | |
![]() |
0 | 0 | 1 | 1 | |
![]() |
0 | 0 | 1 | 1 | |
![]() |
0 | 0 | 1 | 1 | |
Alls | 226 | 219 | 243 | 688 |