470 (kæna)
470 er 4,7 metra löng tvímenningskæna með bermúdasegl, fokku og belgsegl. Hún var hönnuð af franska skútuhönnuðinum André Cornu árið 1963. 470 varð alþjóðleg keppnisgerð 1969 og hefur verið Ólympíubátur frá því á leikunum 1976. Upphaflega var keppt í blönduðum flokki (karlar og konur saman) en frá 1988 var keppt í karla- og kvennaflokki. Fyrir Sumarólympíuleikana 2024 var ákveðið að taka aftur upp blandaðan flokk.
Íslendingar kepptu í þessum flokki á Ólympíuleikunum 1984 (Gunnlaugur Jónasson og Jón Pétursson) og Ólympíuleikunum 1988 (Gunnlaugur Jónasson og Ísleifur Friðriksson) þar sem þeir lentu í 23. og 22. sæti.