Sakharov-verðlaunin
Sakharov-verðlaunin fyrir hugsanafrelsi, yfirleitt aðeins kölluð Sakharov-verðlaunin, eru verðlaun sem Evrópuþingið veitir einstaklingum eða hópum fólks sem hafa tileinkað líf sín baráttu fyrir mannréttindum og hugsanafrelsi.[1] Verðlaunin eru nefnd eftir sovéska vísindamanninum og andófsmanninum Andrej Sakharov og hafa verið veitt árlega frá árinu 1988. Á hverju ári útbúa utanríkismála- og þróunarnefndir Evrópuþingsins lista af tilnefningum og tilkynna um vinningshafann í október.[1] Viðurkenningunni fylgja 50.000 evra peningaverðlaun.[2] Fyrstu verðlaunahafarnir voru Nelson Mandela og Anatolíj Martsjenko. Aung San Suu Kyi vann verðlaunin árið 1990 en gat ekki tekið við þeim fyrr en árið 2013 þar sem hún var þá fangelsuð í heimalandi sínu, Mjanmar.[3] Ýmis samtök og stofnanir hafa einnig hlotið Sakharov-verðlaunin. Fyrstu samtökin sem voru verðlaunuð voru Mæður Maítorgsins (spænska: Madres de Plaza de Mayo) frá Argentínu árið 1992. Fimm verðlaunahafar Sakharov-verðlaunanna hlutu seinna friðarverðlaun Nóbels: Nelson Mandela, Aung San Suu Kyi, Malala Yousafzai, Denis Mukwege og Nadia Murad.[4]
Saga
breytaÞann 26. júlí árið 1984 samþykkti Evrópuþingið ályktun um að skora á Sovétríkin að leyfa Sakharov-hjónunum að snúa heim til Rússlands.[5] Á meðan rætt var um málefnið á þinginu voru lagðar fram nokkrar tillögur um að heiðra Andrej Sakharov, meðal annars að hafa ávallt auðan stól á þinginu fyrir hann. Evrópuþingmaðurinn Jean-François Deniau stakk upp á því að stofna til verðlauna í nafni Sakharovs.[6] Stjórnmálanefnd þingsins lagði drög að stofnun verðlaunanna þann 31. október árið 1985. Í ályktun þeirra stóð að Sakharov væri „evrópskur borgari og holdgervingur frelsi andans og tjáningarinnar“. Ályktunin var samþykkt þann 13. desember árið 1985.[7]
Í ályktuninni stóð: „[Evrópuþingið] lýsir yfir ætlun sinni um að stofna til verðlauna sem verða nefnd Sakharov-verðlaun Evrópuþingsins fyrir hugsanafrelsi og verða veitt á hverju ári fyrir fræðistörf eða aðra starfsemi í þágu eftirfarandi málefna:
- Þróun í samskiptum austurs og vesturs samkvæmt markmiðum Helsinki-sáttmálans og sérstaklega samkvæmt þriðju grein sáttmálans um samstarf í mannréttindamálum,
- Vernd á rannsóknarfrelsi vísindamanna,
- Vernd á mannréttindum og virðingu gagnvart alþjóðalögréttindum,
- Starfsemi yfirvalda í samræmi við stjórnarskrárbundin réttindi.“
Sakharov gaf leyfi sitt fyrir stofnun verðlaunanna í apríl árið 1987.
Skilyrðum fyrir veitingu verðlaunanna var breytt þann 15. maí árið 2003. Upp frá því hefur ekki lengur verið nauðsynlegt að skila inn rannsókn eða ritgerð til að hljóta verðlaunin og er þess í stað einnig hægt að verðlauna fólk fyrir listaverk eða hvers kyns aðgerðir. Núverandi skilyrði fyrir veitingu verðlaunanna hljóma svo:
„Þessi verðlaun eru ætluð til þess að greiða fyrir framkvæmdir verkefna í eftirfarandi málaflokkum:
- Vernd mannréttinda og grunnfrelsis, sérstaklega skoðanafrelsis,
- Vernd réttinda minnihlutahópa,
- Virðingu fyrir alþjóðaréttindum,
- Þróun lýðræðis og stofnun réttarríkja.“
Listi yfir verðlaunahafa
breytaÁr | Verðlaunahafi | Land | Lýsing | Tilvísanir |
---|---|---|---|---|
1988 | Nelson Mandela | Suður-Afríka | Baráttumaður gegn aðskilnaðarstefnu og síðar forseti Suður-Afríku | [8] |
Anatolíj Martsjenko † | Sovétríkin | Sovéskur andófsmaður, rithöfundur og mannréttindafrömuður | [8] | |
1989 | Alexander Dubček | Tékkóslóvakía | Slóvakískur stjórnmálamaður sem reyndi að koma á umbótum í kommúnistastjórn Tékkóslóvakíu í vorinu í Prag | [8] |
1990 | Aung San Suu Kyi | Mjanmar | Stjórnarandstæðingur og baráttukona fyrir lýðræði | [9] |
1991 | Adem Demaçi | Kósovó | Kosóvó-albanskur stjórnmálamaður sem sat lengi í fangelsi vegna skoðana sinna | [8] |
1992 | Mæður Maítorgsins | Argentína | Samtök argentínskra mæðra sem misstu börn sín í skítuga stríðinu | [9] |
1993 | Oslobođenje | Bosnía og Hersegóvína | Vinsælt fréttablað sem varði stöðu Bosníu og Hersegóvínu sem fjölþjóðlegs ríkis | [9] |
1994 | Taslima Nasrin | Bangladess | Fyrrverandi læknir og femínískur rithöfundur | [9] |
1995 | Leyla Zana | Tyrkland | Kúrdískur stjórnmálamaður frá suðausturhluta Tyrklands, sem sat í fangelsi í 10 ár vegna aðildar sinnar að Verkalýðsflokki Kúrda | [8] |
1996 | Wei Jingsheng | Kína | Baráttumaður fyrir lýðræði í Kína | [9] |
1997 | Salima Ghezali | Alsír | Blaðamaður og rithöfundur sem talar fyrir kven-, mannréttindum og lýðræði í Alsír | [9] |
1998 | Ibrahim Rugova | Kósovó | Kosóvó-albanskur stjórnmálamaður, fyrsti forseti Kosóvó | [8] |
1999 | Xanana Gusmão | Austur-Tímor | Fyrrverandi skæruliði sem var fyrsti forseti Austur-Tímor | [10] |
2000 | ¡Basta Ya! | Spánn | Samtök sem sameina fólk mismunandi stjórnmálahreyfinga í baráttu gegn hryðjuverkum | [11] |
2001 | Nurit Peled-Elhanan | Ísrael | Friðarsinni | [8] |
Izzat Ghazzawi | Palestína | Rithöfundur, kennari | ||
Zacarias Kamwenho | Angóla | Erkibiskup og friðarsinni | ||
2002 | Oswaldo Payá | Kúba | Aðgerðasinni og andófsmaður | [12] |
2003 | Kofi Annan | Gana | Nóbelsverðlaunahafi og aðalritari Sameinuðu þjóðanna | [8] |
Sameinuðu þjóðirnar | Alþjóðasamtök | |||
2004 | Hvítrússnesku blaðamannasamtökin | Hvíta-Rússland | Samtök sem beita sér fyrir málfrelsi, upplýsingafrelsi og fagmennsku í fjölmiðlun | [13] |
2005 | Hvítklæddu dömurnar | Kúba | Andófshreyfing og ættingjar fangelsaðra andófsmanna | [14] |
Blaðamenn án landamæra | Alþjóðasamtök | Samtök sem berjast fyrir fjölmiðlafrelsi | [14] | |
Hauwa Ibrahim | Nígería | Mannréttindalögfræðingur | [14] | |
2006 | Alaksandar Milinkievič | Hvíta-Rússland | Stjórnmálamaður sem bauð sig fram fyrir hvítrússnesku stjórnarandstöðuna í forsetakosningum árið 2006 | [15] |
2007 | Salih Mahmoud Osman | Súdan | Mannréttindalögfræðingur | [9] |
2008 | Hu Jia | Kína | Aðgerðasinni og andófsmaður | [16] |
2009 | Memorial | Rússland | Alþjóðleg mannréttindasamtök | [17] |
2010 | Guillermo Fariñas | Kúba | Læknir, blaðamaður og andófsmaður | [18] |
2011 | Asmaa Mahfouz | Egyptaland | Fimm fulltrúar arabaþjóða sem urðu fyrir áhrifum af arabíska vorinu | [19] |
Ahmed al-Senussi | Líbía | |||
Razan Zaitouneh | Sýrland | |||
Ali Farzat | ||||
Mohamed Bouazizi (eftir dauða hans) | Túnis | |||
2012 | Jafar Panahi | Íran | Íranskir aðgerðasinnar. Sotoudeh er lögfræðingur og Panahi kvikmyndaleikstjóri | [20][21] |
Nasrin Sotoudeh | ||||
2013 | Malala Yousafzai | Pakistan | Baráttukona fyrir kvenréttindum og menntun kvenna | [22] |
2014 | Denis Mukwege | Austur-Kongó | Kvensjúkdómalæknir sem hlúar að fórnarlömbum hópnauðgana | [23] |
2015 | Raif Badawi | Sádi-Arabía | Sádi-arabískur rithöfundur og aðgerðasinni sem stofnaði vefsíðuna Free Saudi Liberals | [24] |
2016 | Nadia Murad | Írak | Jasídískir aðgerðasinnar og fyrrverandi gíslar íslamska ríkisins | [25] |
Lamiya Aji Bashar | ||||
2017 | Stjórnarandstaðan í Venesúela | Venesúela | Meðlimir þjóðþingsins, pólitískir fangar og andófsmenn gegn stjórn Nicolás Maduro | [26] |
2018 | Oleh Sentsov | Úkraína | Kvikmyndaleikstjóri sem sat í fangelsi í Rússlandi vegna andspyrnu gegn innlimun Rússa á Krímskaga | [27] |
2019 | Ilham Tohti | Kína | Hagfræðingur, fræðimaður og mannréttindafrömuður af úígúr-þjóðerni. | [28] |
2020 | Stjórnarandstaðan í Hvíta-Rússlandi | Hvíta-Rússland | Þar á meðal Samhæfingarráð Svetlönu Tsíkhanovskaju, frumkvæði djarfra kvenna og borgaralegir og samfélagslegir aðgerðasinnar. | [29] |
2021 | Aleksej Navalnyj | Rússland | Stjórnarandstæðingur og baráttumaður gegn spillingu sem situr í fangelsi. | [30] |
2022 | Úkraínska þjóðin | Úkraína | Verðlaunin voru veitt Úkraínumönnum fyrir að „verja lýðræði, frelsi og réttarríkið“ í innrás Rússa í landið. | [31] |
2023 | Mahsa Amini † og kvennahreyfingin í Íran | Íran | Mahsa Amini lést undir vafasömum kringumstæðum í haldi írönsku siðgæðislögreglunnar árið 2022, sem leiddi til fjöldamótmæla, oft með slagorðinu Kona, líf, frelsi. | [32] |
2024 | María Corina Machado | Venezuela | Stjórnmálamenn úr stjórnarandstöðunni. | [33] |
Edmundo González |
Tilvísanir
breyta- ↑ 1,0 1,1 „1986: Sakharov comes in from the cold“. BBC News. 23. desember 1986. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. desember 2010. Sótt 15. mars 2019.
- ↑ „Sakharov Prize“. Evrópuþingið. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. september 2017. Sótt 15. mars 2019.
- ↑ Annabel Cook (22. október 2013). „Aung San Suu Kyi collects Sakharov prize 23 years on“. Financial Times. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. október 2017. Sótt 15. mars 2019.
- ↑ Boshnaq, Mona; Chan, Sewell; Dremeaux, Lillie; Karasz, Palko; Kruhly, Madeleine. „Nobel Peace Prize Winners Throughout History“. Afrit af upprunalegu geymt þann 13. október 2017.
- ↑ Journal officiel des Communautés européennes section C 172 du 2 juillet 1984, bls. 126, http://eur-lex.europa.eu/legal-content/FR/TXT/?uri=OJ:C:1984:172:TOC
- ↑ Les cahiers du Cardoc (centre archivistique et documentaire), nº 11. nóvember 2013 titré Les 25 ans du prix Sakharov
- ↑ Journal officiel des communautés européennes, section C 352 du 31 décembre 1985, p. 304 seq. http://eur-lex.europa.eu/legal-content/FR/TXT/?uri=OJ:C:1985:352:TOC
- ↑ 8,0 8,1 8,2 8,3 8,4 8,5 8,6 8,7 „20 years of the Sakharov Prize: Human rights and reconciliation“. Evrópuþingið. 28. október 2008. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. desember 2010. Sótt 22. október 2010.
- ↑ 9,0 9,1 9,2 9,3 9,4 9,5 9,6 „Sakharov Network calls for immediate release of Aung San Suu Kyi, Sakharov Prize laureate 1990“. Reporters Without Borders. 15. maí 2009. Afrit af upprunalegu geymt þann 16. október 2012. Sótt 23. október 2010.
- ↑ „Gusmão receives EU Sakharov prize“. BBC News. 15. desember 1999. Sótt 21. október 2010.
- ↑ „Basque group wins peace prize“. BBC News. 26. október 2000. Afrit af upprunalegu geymt þann 1. apríl 2007. Sótt 21. október 2010.
- ↑ „Cuban dissident collects EU prize“. BBC News. 17. desember 2002. Afrit af upprunalegu geymt þann 7. maí 2004. Sótt 21. október 2010.
- ↑ „The Belarusian Association of Journalists - 2004, Belarus“. Evrópuþingið. 9. nóvember 2004. Afrit af upprunalegu geymt þann 18 febrúar 2015. Sótt 18. febrúar 2015.
- ↑ 14,0 14,1 14,2 Gibbs, Stephen (14. desember 2005). „Cuba 'bars women from prize trip'“. BBC News. Afrit af upprunalegu geymt þann 17. nóvember 2006. Sótt 21. október 2010.
- ↑ „Belarussian takes EU rights award“. BBC News. 26. október 2006. Afrit af upprunalegu geymt þann 6 janúar 2019. Sótt 21. október 2010.
- ↑ „China dissident wins rights prize“. BBC News. 17. desember 2008. Afrit af upprunalegu geymt þann 30. desember 2008. Sótt 21. október 2010.
- ↑ „Russia rights group wins EU prize“. BBC News. 22. október 2009. Afrit af upprunalegu geymt þann 25 desember 2018. Sótt 21. október 2010.
- ↑ „Cuba dissident Farinas awarded Sakharov Prize by EU“. BBC News. 21. október 2010. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. október 2010. Sótt 21. október 2010.
- ↑ „Sakharov Prize for Freedom of Thought 2011“. Evrópuþingið. Afrit af upprunalegu geymt þann 23. október 2011. Sótt 27. október 2011.
- ↑ Dehghan, Saeed Kamali (26. október 2012). „Nasrin Sotoudeh and director Jafar Panahi share top human rights prize“. The Guardian. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. október 2012. Sótt 26. október 2012.
- ↑ „Nasrin Sotoudeh and Jafar Panahi – winners of the 2012 Sakharov Prize“ (PDF). Evrópuþingið. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 22. desember 2015. Sótt 27. október 2012.
- ↑ Jordan, Carol (10. október 2013). „Malala wins Sakharov Prize for freedom of thought“. CNN. Afrit af upprunalegu geymt þann 15. október 2013. Sótt 10. október 2013.
- ↑ „DR Congo doctor Denis Mukwege wins Sakharov prize“. BBC News. 21. október 2014. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. október 2014. Sótt 22. október 2014.
- ↑ „Raif Badawi wins Sakharov human rights prize“. The Guardian. Brussels. Associated Press in. Afrit af upprunalegu geymt þann 29. október 2015. Sótt 29. október 2015.
- ↑ „Sakharov prize: Yazidi women win EU freedom prize“. BBC News. 27. október 2016. Afrit af upprunalegu geymt þann 27. október 2016. Sótt 27. október 2016.
- ↑ „Parliament awards Sakharov Prize 2017 to Democratic Opposition in Venezuela“. Evrópuþingið. 26. október 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 28. október 2017. Sótt 27. október 2017.
- ↑ „Sakharov Prize 2018 goes to Oleg Sentsov“. Evrópuþingið. Sótt 25. október 2018.
- ↑ „Ilham Tohti awarded the 2019 Sakharov Prize“. Evrópuþingið. 24. október 2019. Sótt 24. október 2019.
- ↑ „Sakharov-verðlaunin handa „öllum Hvít-Rússum"“. mbl.is. 22. október 2020. Sótt 22. október 2020.
- ↑ Þorgils Jónsson (20. október 2021). „Navalní hlýtur Sakharov-verðlaunin“. Vísir. Sótt 21. október 2021.
- ↑ „The Ukrainian people awarded the European Parliament's 2022 Sakharov Prize“. europarl.europa.eu. 19. október 2022. Sótt 19. október 2022.
- ↑ Bjarni Pétur Jónsson (19. október 2023). „Amini fær Sakharov verðlaunin“. RÚV. Sótt 21. október 2023.
- ↑ „María Corina Machado and Edmundo González Urrutia awarded 2024 Sakharov Prize“. europarl.europa.eu (enska). 24. október 2024. Sótt 24. október 2024.