Svjatlana Tsíkhanoúskaja

Hvítrússneskur stjórnmálamaður
(Endurbeint frá Svetlana Tsíkhanovskaja)

Svjatlana Heorhíjeúna Tsíkhanoúskaja (hvítrússneska: Святлана Георгіеўна Ціханоўская; rússneska: Светлана Георгиевна Тихановская, umritað Svetlana Georgíjevna Tíkhanovskaja; fædd 11. september 1982) er hvítrússneskur mannréttindafrömuður og stjórnmálamaður sem bauð sig fram forsetakosninganna í Hvíta-Rússlandi  2020. Sitjandi forsetinn Alexander Lúkasjenkó var lýstur sigurvegari í kosningunni og opinberar tölur gáfu til kynna að hann hefði unnið um 80 prósent atkvæða.[1] Þessi niðurstaða hefur verið mjög umdeild og Lúkasjenkó hefur verið sakaður um að hafa rangt við í kosningunni. Svetlana viðurkenndi ekki sigur Lúkasjenkós og hefur tekið þátt í fjöldamótmælum gegn kosningunum og einræðisstjórn Lúkasjenkós frá ágúst 2020. Hún flúði til Litáen í mótmælunum af ótta um líf sitt og líf barna sinna.[2] Sum ríki, meðal annars Bretland, hafa ekki viðurkennt niðurstöðu kosninganna.

Svetlana Tsíkhanovskaja árið 2021.

Tilvísanir breyta

  1. Bogi Ágústsson (10. ágúst 2020). „Tsíkhanovskaja neitar að viðurkenna ósigur“. RÚV. Sótt 17. ágúst 2020.
  2. Jónas Atli Gunnarsson (17. ágúst 2020). „Framtíð Lúkasjenkó óviss“. Kjarninn. Sótt 17. ágúst 2020.