Namibía

Land í sunnanverðri Afríku
(Endurbeint frá Republic of Namibia)

Namibía er land í sunnanverðri Afríku, með strandlengju að Atlantshafinu í vestri og landamæri að Angóla og Sambíu í norðri, Botsvana í austri og Suður-Afríku í austri og suðri. Innan við 200 metrar af Sambesífljóti skilja Namibíu frá Simbabve þótt löndin liggi ekki saman. Namibía fékk sjálfstæði frá Suður-Afríku árið 1990 eftir Sjálfstæðisstríð Namibíu. Höfuðborgin og stærsta borg landsins er Windhoek. Namibía er aðili að Sameinuðu þjóðunum, Þróunarbandalagi sunnanverðrar Afríku, Afríkusambandinu og Breska samveldinu.

Lýðveldið Namibía
Republic of Namibia
Fáni Namibíu Skjaldarmerki Namibíu
Fáni Skjaldarmerki
Kjörorð:
Unity, Liberty, Justice
enska: Eining, frelsi, réttlæti
Þjóðsöngur:
Namibia, Land of the Brave
Staðsetning Namibíu
Höfuðborg Windhoek
Opinbert tungumál enska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Nangolo Mbumba
Varaforseti Netumbo Nandi-Ndaitwah
Forsætisráðherra Saara Kuugongelwa
Sjálfstæði
 • frá Suður-Afríku 21. mars, 1990 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
34. sæti
825.615 km²
~0
Mannfjöldi
 • Samtals (2017)
 • Þéttleiki byggðar
235. sæti
2.606.971
3,2/km²
VLF (KMJ) áætl. 2018
 • Samtals 27,505 millj. dala (134. sæti)
 • Á mann 11.516 dalir (103. sæti)
VÞL (2017) 0.647 (129. sæti)
Gjaldmiðill namibískur dalur
Tímabelti UTC+1
Þjóðarlén .na
Landsnúmer +264

Namibía er þurrasta land Afríku sunnan Sahara. Landið var frá fornu farið byggt San-fólki, Damörum og Nömum. Á 14. öld fluttust Bantúmenn þangað í útþenslu Bantúmanna. Síðan þá hafa Bantúmælandi íbúar verið ríkjandi þjóðarbrot í landinu og í meirihluta frá ofanverðri 19. öld.

Árið 1878 lagði Höfðanýlendan, sem þá var bresk nýlenda, höfnina í Walvis Bay og Mörgæsaeyjar undir sig. Þessi landsvæði urðu hluti af Suður-Afríkubandalaginu árið 1910. Árið 1884 lagði Þýska keisaradæmið mestan hluta svæðisins undir sig og stofnaði nýlenduna Þýsku Suðvestur-Afríku. Þjóðverjar frömdu þjóðarmorð á Hereróum og Nömum. Þýskum yfirráðum lauk í Fyrri heimsstyrjöld þegar suðurafrískar herdeildir lögðu landið undir sig 1915. Árið 1920 færði Þjóðabandalagið Suður-Afríku yfirráð yfir Namibíu. Eftir að Þjóðarflokkurinn komst þar til valda árið 1948 var aðskilnaðarstefna útfærð í landinu, sem þá var þekkt sem Suðvestur-Afríka.

Seinna á 20. öld urðu kröfur íbúa um sjálfræði til þess að Sameinuðu þjóðirnar tóku formlega yfir stjórn svæðisins 1966. Suður-Afríka fór þó enn með stjórn þess de facto. Árið 1973 viðurkenndu Sameinuðu þjóðirnar samtökin Alþýðusamtök Suðvestur-Afríku (SWAPO) sem réttmætan fulltrúa íbúa Namibíu. Innan SWAPO eru Aawambóar í meirihluta. Eftir skæruhernað setti Suður-Afríka bráðabirgðastjórn yfir Suðvestur-Afríku árið 1985. Namibía fékk fullt sjálfstæði árið 1990. Walvis Bay og Mörgæsaeyjar voru samt áfram undir suðurafrískri stjórn til 1994.

Íbúar Namibíu eru 2,6 milljónir og landið býr við stöðugt fjölflokkalýðræði. Landbúnaður, ferðaþjónusta og námavinnsla - þar á meðal vinnsla úrans, gulls, silfurs og demanta - eru undirstaða efnahagslífsins. Hin stóra, þurra, Namíbeyðimörk, leiðir til þess að Namibía er að meðaltali eitt af strjálbýlustu löndum heims.

Nafn landsins er dregið af heiti Namíbeyðimerkurinnar. Orðið Namib er úr koekóísku og merkir „víðátta“. Á nýlendutímanum var það þekkt sem Þýska Suðvestur-Afríka og síðan aðeins Suðvestur-Afríka meðan það var undir stjórn Þjóðverja annars vegar og Suður-Afríku hins vegar.

Elstu merki um menn í Namibíu er mikið magn af hellamálverkum, þau elstu frá því fyrir um 25.000 árum. Búskmenn eru taldir vera fyrstu íbúar landsins líkt og í Botsvana og Suður-Afríku. Þeir lifðu flökkulífi sem veiðimenn og safnarar. Fyrir um 2.000 árum fluttust Namar til landsins, en þeir tala Koisanmál líkt og Búskmenn og á 9. öld fluttu Damarar (sem líka tala Koisanmál) til landsins.

Fyrstu evrópsku landkönnuðirnir sem komu til Namibíu voru Portúgalirnir Diogo Cão (1485) og Bartolomeu Dias (1488) en þeir hættu sér ekki langt inn í landið út af Namíbeyðimörkinni.

Landnám Bantúmanna og Búa

breyta

Aðflutningur Bantúmanna hófst á 17. öld eða þar um bil þegar Hereromenn fluttust til Namibíu með nautgripahjarðir sínar. Á fyrri hluta 19. aldar komu svo Búar til Namibíu. Þeir gerðu samkomulag við Nama um að hrekja Hereromenn, sem þá voru að sækja suður á bóginn, norður. Þeir settust að þar sem Windhoek stendur nú, á jaðri lands Hereromanna. Blandaðir afkomendur þeirra og innfæddra Nama voru kallaðir Bastar. Þeir stofnuðu borgina og fríríkið Rehoboth á síðari hluta aldarinnar.

1793 ákváðu hollensk stjórnvöld í Höfðanýlendu að taka yfir stjórn Walvis Bay þar sem þar var eina hafnarstæðið á Beinaströndinni við Namíbeyðimörkina. Þegar Bretar hertóku nýlenduna 1797 tóku þeir líka við stjórn Walvis Bay, en landnám Evrópumanna var bundið við þetta litla svæði á ströndinni.

Undir þýskum yfirráðum

breyta

Þegar kapphlaupið um Afríku hófst á síðari hluta 19. aldar varð Namibía þýsk nýlenda sem nefndist Þýska Suðvestur-Afríka fyrir utan Walvis Bay sem var áfram undir yfirráðum Breta. Andspyrna Nama undir stjórn Hendrik Witbooi og nefnd Hottentottauppreisnin í fjölmiðlum þess tíma var brotin á bak aftur 1894.

Árið 1908 uppgötvuðust demantanámur í Namibíu og fjöldi evrópskra innflytjenda margfaldaðist. Nýir landnemar voru hvattir til þess að ræna landi frá innfæddum og þröngva þeim til nauðungarvinnu. Samskiptum landnema og innfæddra hrakaði því mikið sem náði hápunkti þegar Herero og Namaqua-þjóðarmorðið átti sér stað 1904-1908.

Suðvestur-Afríka

breyta

Í Fyrri heimsstyrjöldinni hertók Suður-Afríka Þýsku Suðvestur-Afríku og 17. desember 1920 var landið lýst breskt umdæmi af Þjóðabandalaginu. Eftir Síðari heimsstyrjöldina ætluðust Sameinuðu þjóðirnar til þess að svæðið félli undir alþjóðlega nefnd, en Suður-Afríka neitaði. Landið var samt aldrei formlega innlimað í Suður-Afríku en hvíti minnihlutinn í Suðvestur-Afríku, eins og landið hét, átti fulltrúa á þingi Suður-Afríku. Þegar nýlenduveldin hófu að veita afrísku nýlendunum sjálfstæði á 7. áratugnum jókst þrýstingur á Suður-Afríku að gefa Suðvestur-Afríku eftir. Eftir kvartanir annarra ríkja ákváðu Sameinuðu þjóðirnar að afturkalla umdæmi Suður-Afríku frá tímum Þjóðabandalagsins. Í kjölfarið hófst andspyrna gegn yfirráðum Suður-Afríku á vegum Alþýðusamtaka Suðvestur-Afríku (SWAPO).

Sjálfstæðisbaráttan og sjálfstæði

breyta

1971 kvað Alþjóðadómstóllinn upp úr með að stjórn Suður-Afríku í Namibíu væri ólögleg en Suður-Afríka neitaði að gefa yfirráð sín eftir. 1978 reyndu Vesturlönd að eiga milligöngu um diplómatíska lausn vandans en Suður-Afríka lét halda kosningar í landinu í trássi við samþykktir Sameinuðu þjóðanna og hélt áfram að stjórna landinu. Málið var í járnum þar til ákveðið var á fundi Ronald Reagan og Mikhaíl Gorbatsjev árið 1988Kúba myndi draga herlið sitt frá Angóla um leið og Suður-Afríka drægi sitt lið frá Namibíu og 22. desember 1988 voru New York-samningarnir undirritaðir. Þeir fólu í sér annars vegar samning Kúbu og Angóla og þríhliða samning milli Kúbu, Angóla og Suður-Afríku þar sem Suður-Afríka samþykkti að láta Sameinuðu þjóðunum stjórn Namibíu eftir.

Í fyrstu kosningunum eftir sjálfstæði, kosningum til stjórnlagaþings í nóvember 1989, fékk SWAPO yfir 50% atkvæða. 1990 var ný stjórnarskrá tekin upp og Sam Nujoma, formaður SWAPO, varð fyrsti forseti Namibíu. 1. mars 1994 tók Namibía við stjórn Walvis Bay og nítján eyja við ströndina.

Stjórnmál

breyta

Stjórnsýslueiningar

breyta
 
Héruð Namibíu:
1. Kunene
2. Omusati
3. Oshana
4. Ohangwena
5. Oshikoto
6. Vestur-Kavango
7. Austur-Kavango
8. Sambesí
9. Erongo
10. Otjozondjupa
11. Omaheke
12. Khomas
13. Hardap
14. ǁKaras

Namibía skiptist í 14 héruð sem aftur skiptast í 121 kjördæmi. Skiptingin er unnin af afmörkunarnefndum og lögð fyrir þjóðþingið sem samþykkir hana eða hafnar henni. Frá stofnun hafa fjórar nefndir lokið störfum, sú síðasta árið 2013.

Héraðsráð eru kosin beint með leynilegri kosningu meðal íbúa kjördæma þeirra.

Staðbundin stjórnvöld í Namibíu eru ýmist sveitarfélög, bæjarráð eða þorpsráð.

Tenglar

breyta