Bartolomeu Dias
Bartolomeu Dias (f. 1450, d. 29. maí 1500) var portúgalskur landkönnuður og fyrstur Evrópumanna til að sigla fyrir Góðrarvonarhöfða í maí árið 1488. Dias var falið að finna sjóleiðina til Asíu af konungi Portúgals í þeim tilgangi að koma á nýjum verslunarleiðum til Asíu.
Siglingaleiðin gerði Portúgölum það kleift að skipta beint við Indland og Asíu án þess að þurfa að fara landleiðina yfir Mið-Austurlönd og sluppu þeir því við milliliði. Afleiðing fundarins var hnignun Mið-Austurlanda og Miðjarðarhafslanda sem verslunarvelda.
Árið 1497 fylgdi Bartolomeu Dias Vasco da Gama á leið hans til Indlands. Einnig fylgdi hann Pedro Álvares Cabral þegar sá síðarnefndi fann Brasilíu árið 1500.
Bartolomeu Dias lést í stormi utan við Góðrarvonarhöfða.