Namíbeyðimörkin

Namíbeyðimörkin er eyðimörk í Namibíu í sunnanverðri Afríku. Hún er hluti af Namib-Naukluft-þjóðgarðinum sem er einn af stærstu þjóðgörðum Afríku. Eyðimörkin þekur 50.000 ferkílómetra svæði sem teygir sig meðfram Atlantshafsströnd Namibíu. Hún er um 1.600 km löng og 50-160 km breið staðsett að mestum hluta í Namibíu en einnig í suðvesturhluta Angóla. Talið er að hún sé elsta eyðimörk jarðarinnar, um 80 milljón ára gömul, en Benguelastraumurinn veldur hinum miklu þurrkum á þessu svæði. Meðalúrkoman á svæðinu er um 10 mm á ári.

Hæsta sandalda jarðarinnar, Sandalda 7, er í Namibeyðimörkinni
Sólsetur í NamibRand-friðlandinu í Namíbeyðimörkinni.

Í eyðimörkinni eru mikilvægar volfram, salt og demantanámur.

VeðurBreyta

Samverkun vatnsmikils sjávarlofts og hinu þurra lofti eyðimerkurinnar veldur óhemjumikilli þoku og sterkum hafstraumum sem verður til þess að skip á svæðinu villast af leið. Eyðimörkin er ásamt Beinagrindarströndinni til norðurs víðþekkt fyrir það að í henni eru fjölmörg skipbrot, sum allt að 50 metrum inni í landi þar sem eyðimörkin er hægt og rólega að stækka til vesturs.

NafnsifjarBreyta

 
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist

„Namib“ þýðir risavaxinn á nama, tungumáli innfæddra hottintotta.