Real Madrid

knattspyrnufélag á Spáni
(Endurbeint frá Real Madrid C.F.)

Real Madrid Club de Fútbol oftast þekkt sem Real Madrid er spænskt knattspyrnufélag frá Madrid. Félagið var stofnað árið 1902 og hefur síðan haldið í hvíta litinn á búningunum á heimavelli. Félagið fékk konunglega heitið Real árið 1920 frá þáverandi konungi Spánar Alfonso XIII. Félagið fékk kórónuna í merki félagsins. Félagið var stutt af Francisco Franco einræðisherra Spánar.

Real Madrid CF
Fullt nafn Real Madrid CF
Gælunafn/nöfn Los Blancos þeir Hvítu ,Los Vikingos Víkingarnir
Stytt nafn Real Madrid
Stofnað 29. nóvember 1899 (1899-11-29) (125 ára)
Leikvöllur Santiago Bernabeu
Stærð 81.044
Stjórnarformaður Florentino Pérez
Knattspyrnustjóri Carlo Ancelotti
Deild La Liga
2023/2024 1. sæti
Heimabúningur
Útibúningur

Síðan árið 1947 hefur Real Madrid spilað heimaleiki sína á Santiago Bernabéu, sem rúmar 85.454 áhorfendur í sæti. Ólíkt mörgum öðrum félögum í Evrópu, eru það meðlimirnir, sem eiga og reka félagið. Real Madrid er eitt af einungis þrem félögum í La Liga sem aldrei hafa fallið. Hin liðin eru Athletic Bilbao og FC Barcelona.

Real Madrid hefur verið með ríg við önnur félög en sá þekktasti er án nokkurs vafa El clasico, sem leikir Real Madrid og FC Barcelona eru gjarnan kallaðir. Þar hafa einnig kristallast félagspólitísk átök Katalóníu og Kastilíu.

Félagið hefur unnið 36 titla í La Liga, 19 í Copa del Rey, 11 Supercopas de España, 1 Copa Eva Duarte og 1 Copa de la Liga, og 13 sinnum hefur það sigrað Meistaradeild Evrópu, oftast allra liða. [1]

Leikmenn 2022-23

breyta

Ath: Fánar eru tákn fyrir það þjóðerni sem skráð eru hjá FIFA. Leikmenn gætu haft fleiri en eitt ríkisfang.

Nú. Staða Leikmaður
1   GK Thibaut Courtois
2   DF Dani Carvajal
3   DF Éder Militão
4   DF David Alaba
5   DF Jesús Vallejo
6   DF Nacho
8   MF Toni Kroos
10   MF Luka Modrić
11   FW Marco Asensio
Nú. Staða Leikmaður
12   MF Eduardo Camavinga
13   GK Andriy Lunin
16   DF Álvaro Odriozola
15   MF Federico Valverde
17   FW Lucas Vázquez
18   MF Aurélien Tchouaméni
20   FW Vinícius Júnior
21   FW Rodrygo
22   DF Antionio Rüdiger
23   DF Ferland Mendy
24   FW Mariano Diaz
 
Real Madrid í leik áSantiago Bernabéu á móti Real Betis

Forsetar í gegnum tíðina

breyta
 
Florentino Pérez er núverandi forseti Real Madrid.
Nafn Frá Til
  Julián Palacios 1900 6. mars 1902
  Juan Padrós 6. mars 1902 Janùar 1904
  Carlos Padrós janúar 1904 1908
  Adolfo Meléndez 1908 júli 1916
  Pedro Parages júlí 1916 16. maí 1926
  Luis de Urquijo 1. maí 1926 1930
  Luis Usera 1930 31. maí 1935
  Rafael Sánchez Guerra 31. maí 1935 4. ágúst 1936
  Adolfo Meléndez 4. ágúst 1936 1940
  Antonio Santos Peralba 1940 11. september 1943
  Santiago Bernabéu Yeste 11. september 1943 2. júní 1978
  Luis de Carlos September 1978 24. maí 1985
  Ramón Mendoza 24. maí 1985 26. nóvember 1995
  Lorenzo Sanz 26. nóvember 1995 16. júlí 2000
  Florentino Pérez 16. júli 2000 27. febrúar 2006
  Fernando Martín Álvarez 27. febrúar 2006 26. apríl 2006
  Luis Gómez-Montejano 26. apríl 2006 2. júlí 2006
  Ramón Calderón 2. júlí 2006 16. janúar 2009
  Vicente Boluda 16. janúar 2009 31. maí 2009
  Florentino Pérez 1. júní 2009 núverandi

Titlar

breyta

Innanlands

Titill Fjöldi Ár
La Liga 36 1931–32, 1932–33, 1953–54, 1954–55, 1956–57, 1957–58, 1960–61, 1961–62, 1962–63, 1963–64, 1964–65, 1966–67, 1967–68, 1968–69, 1971–72, 1974–75, 1975–76, 1977–78, 1978–79, 1979–80, 1985–86, 1986–87, 1987–88, 1988–89, 1989–90, 1994–95, 1996–97, 2000–01, 2002-03, 2006–07, 2007-08, 2011–12, 2016–17, 2019-20, 2021-2022, 2023-2024
Copa del Rey 20 1905, 1906, 1907, 1908, 1917, 1934, 1936, 1946, 1947, 1961–62, 1969–70, 1973–74, 1974–75, 1979–80, 1981–82, 1988–89, 1992–93, 2010–11, 2013-14, 2022-23
Supercopa de España 11 1988, 1989, 1990, 1993, 1997, 2001, 2003, 2008, 2012, 2017, 2020, 2024

Alþjóðlegar keppnir

Titill Fjöldi Ár
Meistaradeild Evrópu 15 1955–56, 1956–57, 1957–58, 1958–59, 1959–60, 1965–66, 1997–98, 1999–00, 2001–02, 2013–14, 2015–16, 2016–17, 2017–18, 2021-2022, 2023-2024
Evrópukeppni félagsliða 2 1984–85, 1985–86
Evrópski ofurbikarinn 6 2002, 2014, 2016, 2017, 2022, 2024
HM félagsliða 5 2014, 2016, 2017, 2018, 2022
Pequeña Copa del Mundo 2 1952, 1956

Þekktir (landsliðsmenn) sem hafa spilað fyrir félagið

breyta

Argentína

Brasilía

Kólumbía

Danmörk

England

Frakkland

Ítalía

Kamerún

Króatía

Mexíkó

Holland

Belgía

Portúgal

Spánn

Tógó

Þýskaland

Ungverjaland

Wales

Tilvísanir

breyta
  1. Bleacherreport.com