National Hockey League

Norður-Amerísk atvinnudeild í íshokkí

National Hockey League (skammstafað NHL) er atvinnudeild í íshokkí sem samanstendur af 31 félögum: 24 bandarískum og 7 kanadískum. Deildin hefur höfuðstöðvar í New York-borg og hún er víða talin besta íshokkí deild heims[1] og ein stærsta atvinnumanna deild Bandaríkjanna og Kanada. Sigurvegari deildarinnar fær þáttökurétt í Stanley-bikarnum, elsta atvinnu íþróttabikar Norður-Ameríku.[2]

National Hockey League
National Hockey League
Stofnuð 26. nóvember 1917
Fjöldi liða 31
Land Fáni Bandaríkjana Bandaríkin
Kanada Kanada
Sigursælasta liðið Montreal Canadiens (24 titlar)
Opinber heimasíða NHL.com

Deildin var stofnuð 26. nóvember 1917 í Montreal, Quebec, Kanada eftir að móðurfélag þess, National Hockey Association (NHA) hætti störfum en félagið hafði verið stofnað 1909.[3] Deildin byrjaði með fjórum liðum (öllum búsettum í Kanada) og eftir nokkrar stækkanir og yfirfærslur samanstendur hún nú af 30 félögum. Þjóðin sem er átt við í nafni deildarinnar var Kanada, þótt að deildin hefur verið á milli liða í tveim löndum síðan 1924, en þá byrjaði fyrsta lið Bandaríkjanna, Boston Bruins að leika í deildinni.

TilvísanirBreyta

  1. Marsh, James (2006). „National Hockey League“. The Canadian Encyclopedia. Sótt 11. júní 2006.
  2. „NHL.com – Stanley Cup Fun Facts“. NHL. Sótt 15. júlí 2006.
  3. The National Hockey League Official Record Book & Guide 2009 77. útgáfa, bls. 9. New York: National Hockey League (2008)

HeimildirBreyta

   Þessi íþróttagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.