Afríkukeppni landsliða í knattspyrnu karla 1957

Afríkukeppni karla í knattspyrnu 1957 var fyrsta Afríkukeppnin og fór fram í Súdan dagana 10. til 16. febrúar. Fjögur lið voru skráð til keppni, en á síðustu stundu var Suður-Afríku vikið úr keppni vegna Apartheid-kynþáttaaðskilnaðarstefnunnar. Vegna þessa fóru einungis tveir leikir fram á mótinu. Egyptar urðu fyrstu Afríkumeistararnir.

1957 Afríkukeppni landsliða
كأس أمم أفريقيا 1957
Upplýsingar móts
MótshaldariSúdan
Dagsetningar10. til 16. febrúar
Lið3
Leikvangar1 (í 1 gestgjafa borg)
Sætaröðun
Meistarar Egyptaland (1. titill)
Í öðru sæti Eþíópía
Í þriðja sæti Súdan
Tournament statistics
Leikir spilaðir2
Mörk skoruð7 (3,5 á leik)
Markahæsti maður Ad-Diba (5 mörk)
Besti leikmaður Ad-Diba
1959

Aðdragandi

breyta

Suður-Afríka var árið 1910 fyrsta Afríkulandið til að gerast aðili að FIFA, þótt það ætti síðar eftir að ganga úr sambandinu og svo aftur til liðs við það í byrjun sjötta áratugarins. Egyptaland, Súdan og Eþíópía höfðu öll stofnað eigin knattspyrnusambönd og gegnið til liðs við FIFA í millitíðinni.

Egyptar voru eina þjóðin í Afríku sem skráði sig til leiks í undankeppni Hm 1954 og þurftu að taka þátt í keppni Evrópuliða. Þetta ýtti undir hugmyndina um stofnun sérstaks álfusambands sem hrint var í framkvæmd árið 1957 í tengslum við fyrstu Afríkukeppnina. Árið áður hafði fyrsta Asíukeppnin verið haldin og Suður-Ameríkukeppnin hafði farið fram í áratugi, en Evrópukeppnin hafði enn ekki verið stofnsett.

Undanúrslit

breyta
10. febrúar
  Egyptaland 2:1   Súdan Borgarleikvangurinn, Kartúm
Áhorfendur: 30.000
Dómari: Gebeyehu Doube, Eþíópíu
Raafat Attia 21 (vítasp.), Ad-Diba 72 Boraî Bashir 58

Úrslitaleikur

breyta
16. febrúar
  Egyptaland 4:0   Eþíópía Borgarleikvangurinn, Kartúm
Áhorfendur: 30.000
Dómari: Mohammed Youssef, Súdan
Ad-Diba 2, 7, 68, 89

Markaskorarar

breyta
5 mörk
1 mark

Heimildir

breyta